• Íslenska

Hvalrekar í heimildum 13. og 14. aldar

Hvalrekar í heimildum 13. og 14. aldar

Þriðjudaginn 16. apríl kl. 12 flytur Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um hvalreka í heimildum 13. og 14. aldar og mun Árni Daníel kynna rannsóknir sínar á þessu sviði.
Fyrr á öldum sóttust menn eftir að ráða yfir strandsvæðum þar sem hvali rak á fjörur. Um eignarhald og reglur um það hvernig farið skyldi með hvalreka eru til miklar heimildir í skjalagögnum miðalda. Til er fjöldi skjala frá stofnunum eins og klaustrum, kirkjustöðum og biskupsstólum um eignarhald þeirra á hvalrekum á útskögum og strandsvæðum á Melrakkasléttu, Tröllaskaga, Skaga, Ströndum og Reykjanesskaga. Einnig eru til skjöl frá því snemma á 13. öld um hvalreka í Hornafirði, úrskurður goðorðsmanns í héraðinu. Hvalir voru skutlaðir úti á rúmsjó og rak síðan á hvalfjöru. Eins og nærri má geta varð þá uppi fótur og fit því hvalreki þýddi mikla björg í bú fyrir heimili í grendinni.

HÁDEGISFYRIRLESTUR 16. APRÍL KL.12.

Fyrirlesturinn er öllum opinn. Verið velkomin.

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
SUÐURGATA 41
101 REYKJAVÍK

Sjá meira hér

Related Articles

  Hljóðön – Rapsódía

  Hljóðön – Rapsódía

  Sunnudaginn 28. apríl kl. 20 Sunnudaginn 28. apríl kl. 20 fara fram síðari tónleikar Stirnis Ensemble á yfirstandandi...

  Steingrímur Eyfjörð

  Steingrímur Eyfjörð

  HVERFISGALLERÍ býður þér á opnun sýningar Steingríms Eyfjörð Megi þá helvítis byltingin lifa, laugardaginn 30. mars kl.1...

  Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

  Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

  Arna Óttarsdóttir  Allt fínt. Verið velkomin á opnun sýningar Örnu Óttarsdóttur þann 14. Mars milli kl: 18:00-20:00 „K...

  Helgi Grétar listmálari með sýningu

  Helgi Grétar listmálari með sýningu

  Helgi Gretar Listamaðurinn lengi þar við undi    Hann sigldi ungur til Danaveldis til að læra skiltamálun en sérhæfði...


101 Reykjavík

530 2200

[email protected]

www.thjodminjasafn.is


HÁDEGISFYRIRLESTUR 16. APRÍL KL.12.


 • Íslenska

CATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES