Hvalrekar í heimildum 13. og 14. aldar

Hvalrekar í heimildum 13. og 14. aldar

Þriðjudaginn 16. apríl kl. 12 flytur Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um hvalreka í heimildum 13. og 14. aldar og mun Árni Daníel kynna rannsóknir sínar á þessu sviði.
Fyrr á öldum sóttust menn eftir að ráða yfir strandsvæðum þar sem hvali rak á fjörur. Um eignarhald og reglur um það hvernig farið skyldi með hvalreka eru til miklar heimildir í skjalagögnum miðalda. Til er fjöldi skjala frá stofnunum eins og klaustrum, kirkjustöðum og biskupsstólum um eignarhald þeirra á hvalrekum á útskögum og strandsvæðum á Melrakkasléttu, Tröllaskaga, Skaga, Ströndum og Reykjanesskaga. Einnig eru til skjöl frá því snemma á 13. öld um hvalreka í Hornafirði, úrskurður goðorðsmanns í héraðinu. Hvalir voru skutlaðir úti á rúmsjó og rak síðan á hvalfjöru. Eins og nærri má geta varð þá uppi fótur og fit því hvalreki þýddi mikla björg í bú fyrir heimili í grendinni.

HÁDEGISFYRIRLESTUR 16. APRÍL KL.12.

Fyrirlesturinn er öllum opinn. Verið velkomin.

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
SUÐURGATA 41
101 REYKJAVÍK

Sjá meira hér

101 Reykjavík

530 2200

[email protected]

thjodminjasafn.is


HÁDEGISFYRIRLESTUR 16. APRÍL KL.12.


CATEGORIES

iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles