Af hverju er Ísland útópía? Af viðhorfum til Íslands

Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn “Af hverju er Ísland útópía? Af viðhorfum til Íslands”. Fyrirlesturinn birtist á facebook síðu Vigdísarstofnunar þann 16. mars 2021.

Í erindinu verður unnið út frá þeirri tilgátu að „umheimurinn“ hafi um langt skeið litið á Ísland sem eins konar útópíu. Rök og gagnrök þessarar tilgátu verða rædd, rætur hugmyndarinnar kannaðar og leitast við að svara hvernig á þessu standi.

Sumarliði R. Ísleifsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis árið 2020 fyrir bók sína “Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár”.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

facebook viðburður

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsóknastofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Innan hennar er stafrækt Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar.
Margét II Danadrottning heimsótti Veröld – hús Vigdísar 1. desember og tók þar þátt í dagskrá í tilefni fullveldisafmælis Íslands. Með henni í för voru forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, en það voru þau Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sem tóku á móti þeim og gengu með þeim um hið glæsilega hús tungumálanna.  Mynd: Kristinn Ingvarsson
Vigdís er velgjörðasendiherra tungumála hjá Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er í senn sá fyrsti og eini og hefur sinnt því verkerfni frá árinu 1998. Hún tók meðal annars þátt í að kortleggja tungumál heimsins á fyrstu árunum og fer enn þann daginn í dag öðru hvoru á fundi hjá stofnuninni í París.Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Háskóla Íslands starfar undir formerkjum UNESCO, og segir Vigdís það staðfestingu á því mikilvæga hlutverki sem stofnuninni er ætlað að gegna á heimsvísu. „Að vera undir verndarvæng UNESCO gefur þessu verkefni mikið vægi og má líkja við að vera á heimsminjaskrá, rétt eins og handritin okkar og Þingvellir,“ segir Vigdís. Sjá meira hér
La première Présidente au monde
1980-1996: une femme à la tête de l´Islande
C´est dans un français parfait que Madame La Présidente, Vigdís Finnbogadóttir, nous accueille à son domicile, par une belle journée de Juillet. Vigdís Finnbogadóttir est une fervente défenseur des langues. Elle commence sa carrière en tant que professeur de français au lycée et enseigne plus tard la littérature du théâtre français à l´Université d´Islande… avant de devenir Présidente de l´Islande!  En savoir plus ici

Brynjólfsgötu 1 107 Reykjavik

525 4191 / 525 4281

vigdis.hi.is/CATEGORIES
iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   árangursrík sala

   Árangursrík sala

   Árangursrík sala

   Námskeiðið Árangursrík sala hefst 8. maí. Nánar hér Á þessu námskeiði fær sölufólk þjálfun sem miðast sérstaklega við r...

   Spænska veikin Gunnar Þór Bjarnason

   Spænska veikin Gunnar Þór Bjarnason

   Spænska veikin Höfundur: Gunnar Þór Bjarnason Spænska veikin var mannskæðasta farsótt sögunnar og barst hingað t...

   Litla Gallerý – Holdið hér og þá

   Litla Gallerý – Holdið hér og þá

   Litla Gallerý Jóhanna Margrétardóttir - Holdið hér og þá 16.-26. nóvember 2023 Jóhanna Margrétardóttir er fædd og upp...

   Sigurdís Gunnars og Ragnar Hólm

   Sigurdís Gunnars og Ragnar Hólm

   Ragnar Hólm og Sigurdís Gunnars sýna í Listhúsi Ófeigs Enn er skíma í Listhúsi Ófeigs ...