Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn “Af hverju er Ísland útópía? Af viðhorfum til Íslands”. Fyrirlesturinn birtist á facebook síðu Vigdísarstofnunar þann 16. mars 2021.
Í erindinu verður unnið út frá þeirri tilgátu að „umheimurinn“ hafi um langt skeið litið á Ísland sem eins konar útópíu. Rök og gagnrök þessarar tilgátu verða rædd, rætur hugmyndarinnar kannaðar og leitast við að svara hvernig á þessu standi.
Sumarliði R. Ísleifsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis árið 2020 fyrir bók sína “Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár”.
Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar
Brynjólfsgötu 1 107 Reykjavik
525 4191 / 525 4281
iframe code