Claudia Hausfeld

HVERFISGALLERÍ OPNAR EINKASÝINGU MEÐ CLAUDIU HAUSFELD, Rumors of Being, laugardaginn 20. mars kl.16.00  Sýningatímabil 23.03.21 – 22.05.21

Í fyrstu einkasýningu Claudiu Hausfeld í Hverfisgalleríi, Rumours of Being, sýnir hún tólf ný verk sem unnin eru í ýmsum miðlum, t.a.m. kolaprenti, prenti á hör og steinflísar, og prentverk sem unnin eru í myrkraherbergi. Í listsköpun sinni einbeitir Hausfeld sér að rýmum sem við tilheyrum og leggur áherslu á hliðræna þætti miðlanna sem hún notar. Í verkunum gerir hún tilraunir með efni og yfirborð sem leiða til ljósmyndaverka sem oft eru í formi skúlptúra.

„Þetta hafði verið afar erfiður mánudagur. Samstarfsmaður minn heldur ekki skrá yfir það sem gera þarf svo að ég er aldrei viss um hvað hann man – það veldur miklum ruglingi. Ég stóð á öndinni þegar ég settist við skrifborðið mitt. Þráðlausa netið í íbúðinni minni var ekki mjög gott og myndin var alltaf að frjósa. Við ákváðum að skipta yfir í 4G fyrir símana okkar til að fá betra samband. Ég hengdi símann, sem var með litlum áföstum krók, á skjáinn á fartölvunni minni, fyrir framan myndavélarlinsuna sem flest skynsamt fólk setur límmiða yfir þegar hún er ekki í notkun. Við mér blöstu skyndilega þrír rammar: Síminn, fartölvan og glugginn sem rammaði næturhimininn inn í bakgrunninum. Ég skrifaði „síminn á tölvunni fyrir framan gluggann“ og teiknaði litla skýringarmynd af því og auga með löngum augnhárum“.

Úrdráttur úr sýningartexta eftir Erin Honeycutt

 

Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980 og stundaði nám ljósmyndun í Listaháskólanum í Zürich og síðar myndlistarnám við Listaháskóla Íslands. Hausfeld hefur verið við stjórn fjölmargra listviðburða á Íslandi, í Danmörku og í Sviss, þ.á m. við Nýló. Auk þess að sinna listsköpun sinni stýrir Hausfeld, auk annarra, ljósmyndavinnustofu Listaháskólans. Claudia Hausfeld býr og starfar í Reykjavík.

 

Related Articles

  Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

  Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

  Nemendur við LIst- og verkmenntaháskólann í Vilníus í Litháen fluttu íslensk eddukvæði við litháísk þjóðlög og bjuggu ti...

  Bergmál hugans // SOSSA

  Bergmál hugans // SOSSA

    Margrét Björnsdóttir (1954) eða Sossa eins og hún er oft kölluð opnar einkasýninguna “Be...

  Magnús Jónsson 1887 – 1958

  Magnús Jónsson 1887 – 1958

  Magnús Jónsson fæddist að Hvammi í Norðurárdal 26. nóvember 1887. Hann fluttist barnungur með foreldrum sínum norður ...

  Opnun sýningarinnar Distant Matter

  Opnun sýningarinnar Distant Matter

  Nýlistasafnið kynnir fyrstu sýningu safnsins á árinu, Distant Matter, með nýjum verkum eftir Katrínu Agnes Klar og Lukas...


Hverfisgata 4 101 Reykjavik

+354 537 4007

[email protected]

hverfisgalleri.is


20.03.21 - 22.05.21


CATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland