Claudia Hausfeld

HVERFISGALLERÍ OPNAR EINKASÝINGU MEÐ CLAUDIU HAUSFELD, Rumors of Being, laugardaginn 20. mars kl.16.00  Sýningatímabil 23.03.21 – 22.05.21

Í fyrstu einkasýningu Claudiu Hausfeld í Hverfisgalleríi, Rumours of Being, sýnir hún tólf ný verk sem unnin eru í ýmsum miðlum, t.a.m. kolaprenti, prenti á hör og steinflísar, og prentverk sem unnin eru í myrkraherbergi. Í listsköpun sinni einbeitir Hausfeld sér að rýmum sem við tilheyrum og leggur áherslu á hliðræna þætti miðlanna sem hún notar. Í verkunum gerir hún tilraunir með efni og yfirborð sem leiða til ljósmyndaverka sem oft eru í formi skúlptúra.

„Þetta hafði verið afar erfiður mánudagur. Samstarfsmaður minn heldur ekki skrá yfir það sem gera þarf svo að ég er aldrei viss um hvað hann man – það veldur miklum ruglingi. Ég stóð á öndinni þegar ég settist við skrifborðið mitt. Þráðlausa netið í íbúðinni minni var ekki mjög gott og myndin var alltaf að frjósa. Við ákváðum að skipta yfir í 4G fyrir símana okkar til að fá betra samband. Ég hengdi símann, sem var með litlum áföstum krók, á skjáinn á fartölvunni minni, fyrir framan myndavélarlinsuna sem flest skynsamt fólk setur límmiða yfir þegar hún er ekki í notkun. Við mér blöstu skyndilega þrír rammar: Síminn, fartölvan og glugginn sem rammaði næturhimininn inn í bakgrunninum. Ég skrifaði „síminn á tölvunni fyrir framan gluggann“ og teiknaði litla skýringarmynd af því og auga með löngum augnhárum“.

Úrdráttur úr sýningartexta eftir Erin Honeycutt

 

Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980 og stundaði nám ljósmyndun í Listaháskólanum í Zürich og síðar myndlistarnám við Listaháskóla Íslands. Hausfeld hefur verið við stjórn fjölmargra listviðburða á Íslandi, í Danmörku og í Sviss, þ.á m. við Nýló. Auk þess að sinna listsköpun sinni stýrir Hausfeld, auk annarra, ljósmyndavinnustofu Listaháskólans. Claudia Hausfeld býr og starfar í Reykjavík.

 

Hverfisgata 4 101 Reykjavik

+354 537 4007

[email protected]

hverfisgalleri.is


20.03.21 - 22.05.21


CATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Jón Axel Björnsson

   Jón Axel Björnsson

   Jón Axel er fæddur 2 febrúar 1956 í Reykjavík. Nám: Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1975-1979. Jón er starfandi mynd...

   Una Lorenzen

   Una Lorenzen

   Dáið er allt án drauma Sara Gunnarsdóttir og Una Lorenzen Teikningin er útgangspunktur sýningar þeirra Söru Gunnarsd...

   Elín Þ. Rafnsdóttir

   Elín Þ. Rafnsdóttir

   Laugardaginn 20. mars opnaði Elín Þ. Rafnsdóttir olíumálverkasýningu í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, sem ...

   Þorgrímur Andri Einarsson

   Þorgrímur Andri Einarsson

   Þorgrímur Andri Einarsson er fæddur í Reykjavík og lagði stund á tónlistarnám í London og í Hollandi og útskrifaðist frá...