Hulda Rós Guðnadóttir

Verið velkomin að njóta sýningarinnar á opnunartíma safnsins. Vegna fjöldatakmarkana verður engin formleg opnun.
Á einkasýningu sinni í A-sal Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi beinir Hulda Rós Guðnadóttir (f. 1973) sjónum að samfélagslegum viðfangsefnum í staðbundinni innsetningu. Innsetningin WERK – Labor Move er unnin sérstaklega fyrir salinn en Hafnarhúsið var upphaflega byggt sem vörugeymsluhús á hafnarbakkanum.
Verkið samanstendur af þriggja rása kvikmyndaverkinu Labor Move, skúlptúrum er beintengjast kvikmyndaverkinu, og myndbandsupptöku af vinnu við samsetningu skúlptúranna í salnum sjálfum í aðdraganda sýningaropnunar.
Til grundvallar sýningunni liggur skoðun á virkni hins marglaga alþjóðahagkerfis og er sjónarhorn hins kunnuglega og staðbundna tekið til þess að greina og varpa upp samhengi hér á landi við hið hnattræna.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Það er hægt að nálgast greinar um myndlist og viðburðakynningar sjá hér

Related Articles

  ÖRTÓNLEIKAR Á KAFFI GAUK

  ÖRTÓNLEIKAR Á KAFFI GAUK

  Í tilefni af Hátíð franskrar tungu á Alþjóðadegi frönskunnar sem Alliance Française í Reykjavík skipuleggur ...
  Árbær Open Air Museum - Reykjavik

  Árbæjarsafn

  Árbæjarsafn

  Árbæjarsafn er yndislegt, lifandi útisafn í Reykjavík þar sem hægt er að ganga um og skoða hús frá gamalli tíð að innan ...

  Bakgarðar

  Bakgarðar

  Bakgarðar 27.3.2021-29.8.2021 Bakgarðar, skúrar, þvottasnúrur og einstaka köttur. Ljósmyndarinn Kristján Magnússon s...
  Ultimate, Relative

  Ráðhildur Ingadóttir

  Ráðhildur Ingadóttir

  Sunnudag 11. mars kl. 14 Sunnudagurinn 11. mars er síðasti sýningardagur sýningnarinnar Ultimate, Relative, innsetningu...


Listasafn Reykjavikur 101 Reykjavik

huldarosgudnadottir.isCATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland