Vilmundur Örn Gunnarsson

Dagana 28.-30.-október verður Vilmundur Örn Gunnarsson með sýningu í Litla Gallerý.
Verkin eru unnin á pappír með tússi. Þau sýna margskonar strik, strik sem á endanum skapa verk sem sýna mitt sjónarhorn á lífið. Þessi sýning er mitt sjónarhorn og hvernig ég horfi á veröldina í kringum mig.
Ég hef teiknað frá því ég man eftir mér og hef lengi leitað að mínum stíl. Að lokum fann ég strik og línur sem einkenna nú minn stíll.
„Minn stíll brýtur niður umhverfið svo ég geti teiknað það á eins einfaldan hátt og ég mögulega get. Mér finnst að línurnar séu það sem gefa teikningunum mínum líf, ef ekki væri fyrir þær væru teikningarnar frekar innantómar.
Ferlið er þannig að ég teikna einföldustu formin í þeirri mynd sem ég sé í kringum mig, og ég bæti svo við fleiri strikum. Mér finnst betra að vinna verkin hægt og rólega svo verkið komi út á náttúrulegan hátt og svo get ég pælt betur í hvar strikin og línurnar passa.
Mín list snýst mikið um daglegt líf og hversdagslega hluti sem ég sé eins og náttúruna, byggingar eða dýr. Mitt sjónarhorn snýst um hvernig ég sé hversdagsleikann og hvernig listin bætir hann upp.
Þrátt fyrir mismunandi stíla og mismunandi útlit nota allir listamenn sína list til að tjá sig um hvað þeim finnst um veröldina í kringum sig og hvernig sérhver listamaður sér hluti, hvort sem það er teikningar, listmálun, ljóð og svo framvegis. Mín list er þannig.“
Vilmundur tekur vel á móti gestum og allir velkomnir.
F.h. LITLA GALLERÝ
Elvar Gunnarsson
Gallerí stjórnandi / Gallery director
 
Strandgata 19
220 Hafnarfjörður

Strandgata 19 220 Hafnarfjörður

litlagallery.is


28.-30.-október 2022


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      ANNA JÓELSDÓTTIR

      ANNA JÓELSDÓTTIR

      ANNA JÓELSDÓTTIR OPNAR SÝNINGUNA EINN Á BÁTI / SAILING SOLO 06/03/201 9 - 06.04.2019 Sjá fleiri greinar um myndlistame...

      Halldór Pétursson (1916-1977)

      Halldór Pétursson (1916-1977)

      Sýningatími: 12.9.2020 - 17.1.2021, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu Einn helsti teiknari á Íslandi á seinn...

      Barbara Árnason

      Barbara Árnason

      Barbara Árnason er fædd á Englandi 1911. Hún kom fyrst til Íslands 1936, eftir að hafa lokið námi við Royal Collage of...

      Margrét Elíasdóttir

      Margrét Elíasdóttir

        Eg fæddist á Blönduósi,en hef aldrei komið þangað síðan. Alveg frá fæðingu hefur verið mikill flækingur á mér," ...