Húllahringja og skjaldasmiðja í Árbæjarsafni

húllahringjasmiðja

Sumardaginn fyrsta verður boðið upp á húllahringja og skjaldasmiðju í Árbæjarsafni.

Húllahringjasmiðjan verður í safnhúsi sem kallast Kornhúsið og fá þátttakendur að skreyta húllahring og fara út á tún og læra að húlla undir dyggri stjórn Húlladúllunnar sem jafnframt sýnir listir sínar. Að smiðju lokinni mega krakkarnir fara heim með fagurskreyttan húllahringinn sinn.

Hula hoop show

Boðið verður upp á tvær smiðjur, annars vegar kl. 13-14 og hins vegar kl. 14-15. Athugið að skráningar er krafist og fara þær fram í gegnum netfangið [email protected].

Skjaldasmiðjan fer fram í safnhúsi sem kallast Líkn. Krakkar geta komið og skreytt víkingaskjöld eftir eigin höfði. Þegar nokkrir skildir hafa orðið til verður farið út með hópinn og mynduð skjaldborg eins og bardagamenn gerðu forðum. Flott tækifæri til að smella af mynd. Allir velkomnir á meðan rými og hráefni er nægt.

Smiðjunar eru hluti af Barnamenningarhátíð 2018.

Árbæjarsafn, Kistuhyl 110 Reykjavík

411 6304

[email protected]

borgarsogusafn.is/is/arbaejarsafn


19. apríl 2018 kl 13-15


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Bakgarðar

   Bakgarðar

   Bakgarðar 27.3.2021-29.8.2021 Bakgarðar, skúrar, þvottasnúrur og einstaka köttur. Ljósmyndarinn Kristján Magnússon s...

   LEIÐIR – JORIS RADEMAKER

   LEIÐIR – JORIS RADEMAKER

   LEIÐIR - JORIS RADEMAKER Sýningin opnar 6.mars kl. 14.00 Lifandi tónlist við opnun. Myndlistarmaðurinn Joris Ra...

   Draumabyrjun: MAGNÚS THORLACIUS

   Draumabyrjun: MAGNÚS THORLACIUS

     https://www.youtube.com/watch?v=W_kblF0cOrE Draumur lifnar við Hvað átti að taka síðan við? Ég bið...

   Folk Music Center

   Folk Music Center

   The Folk Music Centre brings Icelandic folk music to life. People from all over Iceland can be seen singing folk songs, ...