húllahringjasmiðja

Húllahringja og skjaldasmiðja í Árbæjarsafni

Sumardaginn fyrsta verður boðið upp á húllahringja og skjaldasmiðju í Árbæjarsafni.

Húllahringjasmiðjan verður í safnhúsi sem kallast Kornhúsið og fá þátttakendur að skreyta húllahring og fara út á tún og læra að húlla undir dyggri stjórn Húlladúllunnar sem jafnframt sýnir listir sínar. Að smiðju lokinni mega krakkarnir fara heim með fagurskreyttan húllahringinn sinn.

Hula hoop show

Boðið verður upp á tvær smiðjur, annars vegar kl. 13-14 og hins vegar kl. 14-15. Athugið að skráningar er krafist og fara þær fram í gegnum netfangið leidsogumenn@reykjavik.is.

Skjaldasmiðjan fer fram í safnhúsi sem kallast Líkn. Krakkar geta komið og skreytt víkingaskjöld eftir eigin höfði. Þegar nokkrir skildir hafa orðið til verður farið út með hópinn og mynduð skjaldborg eins og bardagamenn gerðu forðum. Flott tækifæri til að smella af mynd. Allir velkomnir á meðan rými og hráefni er nægt.

Smiðjunar eru hluti af Barnamenningarhátíð 2018.

RELATED LOCAL SERVICES