SUNNUDAGSLEIÐSÖGN ELINA BROTHERUS – LEIKREGLUR

elina brotherus

Ljósmynd: Elina Brotherus, Orange Event, 2017. Úr myndaröðinni Règle du Jeu / Leikreglur

Ljósmyndarinn Bára Kristinsdóttir leiðir gesti um sýninguna Elina Brotherus – Leikreglur, sunnudaginn 25. mars kl. 14.

Listasafn Íslands sýnir ný verk eins þekktasta ljósmyndara samtímans, Elinu Brotherus.

Elina Brotherus (f. 1972 í Finnlandi) fæst að mestu við gerð sjálfsmynda og landslagsmynda. Í verkum Elinu má skynja sterka nálægð hennar sjálfrar en hún kemur fyrir í öllum ljósmynda- og vídeóverkum sýningarinnar, berskjölduð og hispurslaus. Verkin eru unnin á árunum 2014-2017 og einkennast af marglaga frásögnum sem sveiflast á milli kímni og trega. Í mörgum þeirra setur Elina sér leikreglur og fer eftir þeim innan ramma myndavélarinnar, sem er í senn leikfélagi hennar og sálarspegill.

Verk Elinu vöktu snemma athygli vegna nálgunar hennar á notkun ljósmiðla til endurspeglunar á tilfinningalífinu og leikriti hins daglega lífs. Hún kannar persónulegar en í senn sammannlegar upplifanir, sjálfsmyndina, tímahugtakið, nærveru og fjarveru ástarinnar.

Elina Brotherus nam ljósmyndun í Helsinki og býr í Finnlandi og Frakklandi. Hún hóf að sýna verk sín í lok 10. áratugarins sem hluti af hinum þekkta Helsinki School hópi ljósmyndara í Finnlandi og hafa verk hennar síðan verið sýnd víða, s.s. í Centre Pompidou í París; Neue Berliner Kunstverein í Berlín; Þjóðarlistasafni Finnlands Ateneum í Helsinki og Louisiana nútímalistasafninu í Danmörku. Verk Elinu voru sýnd í i8 Gallery í Reykjavík árið 2000 og á samsýningu í Gerðarsafni í Kópavogi árið 2006.

Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins. 

 

Sýningin er á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2018

Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7 101 Reykjavík

+354 515 9600

[email protected]

www.listasafn.is


25. mars 2018 kl. 14:00


CATEGORIES



NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Pamela De Sensi, Andrými í litum og tónum

      ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM – „RAMMAR“

      ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM – „RAMMAR“

      Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers ...

      Ásrún Kristjánsdóttir

      Ásrún Kristjánsdóttir

      Ásrún Kristjánsdóttir   Leit að öðrum sannleik  Sjá meirahér UPPHAFIÐ má rekja til þess að ég var beðin að...

      Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

      Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

      Arna Óttarsdóttir  Allt fínt. Verið velkomin á opnun sýningar Örnu Óttarsdóttur þann 14. Mars milli kl: 18:00-20:00 ...

      Breiðdalssetur

      Breiðdalssetur

      Sýning Í húsnæði setursins er sýning um jarðfræði Íslands og birtingarmyndir hennar á Austurlandi. Einnig getur þar að ...