ÖRTÓNLEIKAR Á KAFFI GAUK

Í tilefni af Hátíð franskrar tungu á Alþjóðadegi frönskunnar sem Alliance Française í Reykjavík skipuleggur í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi, og Alþjóðadegi ljóðsins munu þau Ásta Ingibjartsdóttir og Eyjólfur Már Sigurðsson flytja tvö lög við frönsk ljóð í Veröld – húsi Vigdísar, föstudaginn 19. mars kl. 12:30. Gérard Lemarquis fyrrum frönskukennari, sem er mörgum að góðu kunnur, mun kynna ljóðin og höfunda þeirra. Flutningur þeirra fer fram á Kaffi Gauk, á jarðhæð í Veröld – húsi Vigdísar.

facebook

 

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsóknastofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Innan hennar er stafrækt Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar.
Margét II Danadrottning heimsótti Veröld – hús Vigdísar 1. desember og tók þar þátt í dagskrá í tilefni fullveldisafmælis Íslands. Með henni í för voru forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, en það voru þau Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sem tóku á móti þeim og gengu með þeim um hið glæsilega hús tungumálanna.  Mynd: Kristinn Ingvarsson
Vigdís er velgjörðasendiherra tungumála hjá Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er í senn sá fyrsti og eini og hefur sinnt því verkerfni frá árinu 1998. Hún tók meðal annars þátt í að kortleggja tungumál heimsins á fyrstu árunum og fer enn þann daginn í dag öðru hvoru á fundi hjá stofnuninni í París.Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Háskóla Íslands starfar undir formerkjum UNESCO, og segir Vigdís það staðfestingu á því mikilvæga hlutverki sem stofnuninni er ætlað að gegna á heimsvísu. „Að vera undir verndarvæng UNESCO gefur þessu verkefni mikið vægi og má líkja við að vera á heimsminjaskrá, rétt eins og handritin okkar og Þingvellir,“ segir Vigdís. Sjá meira hér
La première Présidente au monde
1980-1996: une femme à la tête de l´Islande
C´est dans un français parfait que Madame La Présidente, Vigdís Finnbogadóttir, nous accueille à son domicile, par une belle journée de Juillet. Vigdís Finnbogadóttir est une fervente défenseur des langues. Elle commence sa carrière en tant que professeur de français au lycée et enseigne plus tard la littérature du théâtre français à l´Université d´Islande… avant de devenir Présidente de l´Islande!  En savoir plus ici

RELATED LOCAL SERVICES