Rauður þráður Hildar

Á Kjarvalsstöðum, safni Listasafns Reykjavíkur við Klambratún, stendur nú yfir sýningin Rauður þráður, yfirgripsmikil sýning um lífshlaup og listsköpun myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur fædd 1938. Hún var sæmd heiðurslistamannalaunum í ár, 85 ára gömul. Hildur hefur sem listamaður, mest í vefnaði tekið á málefnum samtímans, og kynjapólitík, á áhrifaríkan hátt. Hafa verk hennar öðlast stóran sess í íslenskri menningarsögu, enda bæði hvöss, kvennleg, með rauðan þráð. Kjarvalsstaðir þar sem sýning Hildar er, opnuðu fyrir 50 árum síðan, og er fyrsta byggingin á Íslandi sérstaklega hönnuð fyrir myndlist. Bygginguna hannaði Hannes Kr. Davíðsson.

RELATED LOCAL SERVICES