Erró Níræður

Erró níræður 19. júlí: Ókeypis í Hafnarhús á afmælisdaginn
Listamaðurinn Guðmundur Guðmundsson, betur þekktur sem Erró, verður níræður 19. júlí 2022. Hann fæddist árið 1932 í Ólafsvík á Vesturlandi og var í fararbroddi evrópsku framúrstefnunnar á sjöunda áratugnum. Erró hefur skapað sér nafn sem einn af þekktustu samtímalistamönnum Íslands og hefur einnig lagt sitt af mörkum til evrópskrar málaralistar.
Boðið verður upp á leiðsagnir um sýninguna kl. 12.15 og 16.00.
Sprengikraftur mynda er umfangsmesta sýning sem sett hefur verið upp á verkum listamannsins hérlendis og er sérlega ánægjulegt að bjóða gestum ókeypis í Hafnarhús á afmælisdaginn!

Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um 2000 talsins. Í því safni er meðal annars að finna málverk, vatnslitamyndir, grafíkverk, skúlptúra, klippimyndir og önnur listaverk sem spanna allan feril listamannsins allt frá æskuárum. Erró hefur haldið áfram að bæta við gjöfina og keypt hafa verið verk í safnið sem telur nú um 4000 listaverk.
 
Í tilefni dagsins býður Listasafn Reykjavíkur alla velkomna á sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda í Hafnarhúsi frá kl. 10-17.00.

Hafnarhúsið 101 Reykjavík

4116400

[email protected]

artmuseum.is


19.07.22 frá 10:00-17:00


CATEGORIESNEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Folk Music Center

   Folk Music Center

   The Folk Music Centre brings Icelandic folk music to life. People from all over Iceland can be seen singing folk songs, ...

   Rebekka Blöndal & Marína Ósk

   Rebekka Blöndal & Marína Ósk

   Síðdegistónar í Hafnarborg – Rebekka Blöndal & Marína Ósk Föstudaginn 19. maí kl. 18 Föstudaginn 19. maí kl. 18 ...

   Fjölskyldustundir á laugardögum

   Fjölskyldustundir á laugardögum

     Tíst tíst!... Ćwir, ćwir!... Tweet tweet! á Náttúrufræðistofu | Fjölskyldustundir á laugardögum Tíst tíst! F...

   Vestnorræni dagurinn 2021

   Vestnorræni dagurinn 2021

   Vestnorræna deginum verður fagnað í Norræna húsinu í ár með fjölbreyttri dagskrá fimmtudaginn 23. september. Markmið dag...