Júlíana Sveinsdóttir ( 1889-1966 )

Júlíana Sveinsdóttir ( 1889-1966 )

Minningarsýning á vegum ættingja Júlíönu Sveinsdóttur í Listasafni Reykjavikur (30.03.1974 – 07.04.1974). Á sýningunni eru 115 verk Júlíönu sem samanstanda af málverkum, mósaík, freskum, teikningum og myndvefnaði. Júlíana Sveinsdóttir fyllir flokk þeirra íslensku listamanna sem fóru utan til náms fyrir heimsstyrjöldina fyrri og komu fram með verk sín á hinu miklu nýmótunarskeiði fyrir 1920. Sjá hér sýningaskrá. Björn Th. Björnsson skirfar formála sjá hér

Júlíana Sveinsdóttir fæddist að Sveinsstöðum í Vestmannaeyjum 31. júlí árið 1889 og lést í Kaupmannahöfn 17. apríl 1966. Foreldrar hennar voru þau Guðrún Runólfsdóttir og Sveinn Jónsson trésmíðameistari og var Júlíana næstelst af fimm systkinum. Sextán ára gömul flutti Júlíana til Reykjavíkur þar sem hún stundaði nám í tvo vetur. Í Kvennaskólanum í Reykavík komu í ljós hæfileikar Júlíönu í teikningu og varð það til þess að hún fékk tilsögn hjá listmálaranum Þórarni B. Þorlákssyni. Hann var menntaður í Danmörku og hélt sína fyrstu málverkasýningu í Reykjavík árið 1900 en það var fyrsta einkasýning listmálara hér á landi. Fyrir þann tíma hafði fáum Íslendingum dottið í hug að leggja myndlist fyrir sig að ævistarfi en um aldamótin 1900 var andrúmsloftið að breytast og hin vaxandi borgarastétt landsins farin að gera sér grein fyrir mikilvægi myndlistar fyrir menningu og sjálfsímynd þjóðarinnar. Í kjölfar Þórarins lagði Ásgrímur Jónsson út á myndlistarbrautina en áður hafði Einar Jónsson myndhöggvari hlýtt kalli listagyðjunnar. Júlíana tilheyrir hins vegar næstu kynslóð íslenskra myndlistarmanna en auk hennar má þar meðal annarra finna þau Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval og Kristínu Jónsdóttur.

Umfjöllun fjölmiðla 
Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

900 Vestmanneyjar


1889-1966


CATEGORIES




iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Daði Guðbjörnsson listamálari

      Daði Guðbjörnsson listamálari

      Daði Guðbjörnsson (f. 12. maí 1954) Menntun: Myndlistaskólinn í Reykjavík 1969-1976, Myndlista- og handiðaskóli Íslands...

      Håkan Groop í Litla Gallerý

      Håkan Groop í Litla Gallerý

      Håkan Groop í Litla Gallerý Dagana 5. - 7. ágúst n.k. verður sænski listamaðurinn Håkan Groop með sýningu í Litla Galle...

      Jón Engilberts

      Jón Engilberts

      Jón Engilberts Jón Sigurjónsson sem síðar kallaði sig Engilberts að eftirnafni (fæddur 23. maí 1908 í Reykjavík, dáin...

      Svarthvítt

      Svarthvítt

      Svarthvítt 02.06.2022 - 11.09.2022 Salir 01 02 03 04 05 Andstæður og ólíkir hlutir, viðhorf og sjónarhorn. Það se...