Kjarvalsstaðir – Íslenski Dansflokkurinn

Kjarvalsstaðir – Myndlistin þeirra
Íslenski dansflokkurinn velur verk á sýningu
30. september – 10.október 2023

Laugardaginn 30. september verður opnuð ný sýning á Kjarvalsstöðum. Það er  Íslenski dansflokkurinn sem hefur valið verk á sýningu sem verður fylgt eftir með nær daglegum dansverkum.

Á sýningunni Myndlistin okkar, sem var opnuð á Menningarnótt, er kubbur þar sem settar er upp smásýningar undir heitinu Myndlistin þeirra. Þar býður safnið samstarfsaðilum sínum og fastagestum gegnum árin að velja saman verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur eftir eigin höfði.

Íslenski dansflokkurinn og Listasafn Reykjavíkur hafa um árabil átt í gjöfulu samstarfi tengt sýningum og viðburðum. Íslenski dansflokkurinn er framsækinn nútímadansflokkur skipaður úrvalsdönsurum í hæsta gæðaflokki og fagnar hann, líkt og Listasafn Reykjavíkur, 50 ára afmæli í ár.

Það er því tilvalið að fá dansara úr flokknum til að velja verk úr safneigninni og deila með okkur verkum sem þau vilja sjá. Það verður ánægjulegt að fá dansverk inn í sýninguna en dansarar úr Íslenska dansflokkunum dansa nær daglega meðan á sýningu stendur. Dansarar sem koma fram eru Ásgeir Helgi Magnússon, Elín Signý W. Ragnarsdóttir,  Inga Maren Rúnarsdóttir, Shota Inoue og Una Björg Bjarnadóttir.

Gestasýningarstjórar í heild sinni eru Klambrar bistro, Bræðurnir Baldursson, Hlutverkasetur, Íslenski dansflokkurinn og nemendur í Víkurskóla.

Sýning Íslenska dansflokksins stendur frá 30. september til 10.október.

Dagskrá á sýningu:
Laugardagur 30.sept kl: 14:00. –  Dansað á opnunardegi
Mánudagur 2.okt kl: 13:00 – Dansað á sýningu
Þriðjudagur 3.okt kl: 13:00 – Dansað á sýningu
Miðvikudagur 4.okt kl: 13:00 – Dansað á sýningu
Fimmtudagur 5.okt kl: 13:00 – Dansað á sýningu
Föstudagur 6.okt kl: 13:00 – Dansað á sýningu
Laugardagur 7.okt kl: 14:00 – Dansað á sýningu
Laugardagur 7.okt kl: 16:00 – Dansarar segja frá sýningunni

RELATED LOCAL SERVICES