Bergmál hugans // SOSSA

 

Margrét Björnsdóttir (1954) eða Sossa eins og hún er oft kölluð opnar einkasýninguna “Bergmál hugans” í Gallerí Fold þann 2. október kl 14:00.
Titill sýningarinnar vísar í hugarástand Sossu þegar hún er að mála. Það getur oft verið einmanalegt hugarferðalag en tilviljanir á borð við hljóð, tónlist og sögur sem hafa áhrif á sköpunina og breyta oft því sem lagt var upp með. Hugmyndir hennar koma flestallar úr litlausum hversdagsleikanum, en Sossa beinir sjónum sínum að bjartsýni og von sem leynast alls staðar inn á milli og fókuserar á litlu sigrana. Sossa er í sífelldri endurskoðun og er forvitin um fólk og umhverfi, sem greinilega kemur í ljós í verkum hennar. Verkin eru oft eins og draumkend augnablik þar sem fólk getur ýmist verið eitt í biðstöðu eða í glaum og gleði umkringt margmenni. “Hugmyndir og raunverk eru sjaldan það sama og er jafnvel ekki það sem áætlað var, ef þú veist nákvæmlega útkomu verður þetta ekki það ferðalag sem er ævintýrið við að mála”, segir Sossa.
Sossa er fædd og uppalin í Keflavík þar sem hún er búsett í dag. Hún lærði myndlist í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands, í Kaupmannahöfn og í Boston. Sossa hefur sett upp fjölda einka- og samsýningar ásamt því að hljóta margar viðurkenningar á borð við Fulbright, Súluna – Menningarverðlaun Reykjanesbæjar auk þess að vera valin Listamaður Reykjanesbæjar.
Sýningin stendur til 23. október.

Related Articles

  SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI

  SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI

  06/03/18 - 03/03/19 Um sýninguna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI MEÐ EINARI ÞORSTEINI „Ég nota módel til ...

  Magnús Jónsson 1887 – 1958

  Magnús Jónsson 1887 – 1958

  Magnús Jónsson fæddist að Hvammi í Norðurárdal 26. nóvember 1887. Hann fluttist barnungur með foreldrum sínum norður ...

  Rax Hetjur norðursins

  Rax Hetjur norðursins

  Staður viðburðar Hafnarhús Fjölskyldudagskrá og vinnustofa í tengslum við sýninguna Ragnar Axelsson: Þ...

  Georg Guðni

  Georg Guðni

  BERANGUR - LEIÐSÖGN SÝNINGARSTJÓRA 31.1.2021, 14:00 - 15:00, Listasafn Íslands Berangur – Leiðsögn sýningarstj...


Rauðarárstíg 12-14 104 Reykjavik

5510400

[email protected]

myndlist.is


Sýningin stendur til 23. október 2021.


CATEGORIESNEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland