Litla Gallerý – Grace Claiborn Barbörudóttir

Litla Gallerý – Grace Claiborn Barbörudóttir
Heldur þú niðri í þér andanum eftir endilöngu álverksmiðjunni?
26.-29. október 2023

Heldur þú niðri í þér andanum eftir endilöngu álverksmiðjunni? (2022-2023) er tileinkað litlu helgisiðunum sem eiga sér stað við akstur. Þetta eru sannar þjóðarhefðir, þar sem þær eru búnar til að því er virðist úr lausu lofti og sagðar frá manni til manns, bíl til bíls, sem hvetur til margra tilbrigða. Það sem heillar mig er að þessi hefð er sérstaklega bílamiðuð.

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 26. október frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Verkið samanstendur af ljósmyndum sem þekja alla lengd álverksmiðjunnar og spanna tvær árstíðir, sumar og vetur. Endurtekning myndanna og mynstranna endurspeglar endurtekningu helgisiðsins.

Þetta verk reynir á absúrdískan hátt að gera verksmiðju að minnisvarða og breyta henni í táknmynd landslagsins, eins og Eiffelturninn í París. Rétt eins og Eiffelturninn hefur álverið mikil áhrif á landslagið og fólkið sem býr í kringum það. Eins og Eiffelturninn táknar það bjartsýni iðnaðaraldarinnar og eins og Eiffelturninn táknar það óuppfyllt loforð þess tímabils. Það sem eftir stendur er risi fyrir fólk að þróa sínar eigin sögur og goðsagnir í kring.

Grace Jane Claiborn (Barbörudóttir) kom til jarðar einhvers staðar í Iowa árið 1989 og ólst upp í Arizona. Grace nam kvikmyndagerð, -sögu og -fræði við School of the Art Institute of Chicago frá 2007-2012. Grace flutti til Íslands árið 2015. Verk Grace eru undir áhrifum frá kvikmyndalegri myndbyggingu og litagleði technicolor. Þematískt tengist viðfangsefni verka hennar oft innflytjendum, neyslu og því að finna von og húmor á plánetu sem hrynur hratt. Hún stundar nú nám við Ljósmyndaskólann í Reykjavík.

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 27. október  13:00 – 18:00
Laugardagur 28. október  12:00 – 17:00
Sunnudagur 29. október  14:00 – 17:00

RELATED LOCAL SERVICES