Listasafn Reykjavíkur – Alveg eins og alvöru

D49 Helena Margrét Jónsdóttir: Alveg eins og alvöru
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús

Helena Margrét vinnur með sígilda eiginleika málverksins til að líkja eftir hinum sýnilega veruleika. Hugmyndir hennar birtast í eins konar töfraraunsæi á striga þar sem hún málar fyrirbæri af mikilli nákvæmni sem hún finnur ýmist í umhverfinu eða hinum stafræna heimi. Að auki eru þau viðfangsefni sem hún fangar oftar en ekki eftirlíking úr gerviefni af einhverju öðru. Þannig verður til tvöföld eftirlíking – fyrst í fyrirmyndinni og svo í eftirmyndinni.

Það stafar engin ógn af gervikönguló og engin ilmur berst af nælonblómum.

Helena Margrét tengir þessi manngerðu gerviefni við ótta, langanir, kvíða og þrár. Efni og áferðir sem líkja eftir lífi, en munu ennþá standa óbreytt löngu eftir okkar tíma.

Helena Margrét Jónsdóttir (f. 1996) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2019 eftir að hafa stundað nám í myndlist við Konunglega Listaháskólann í Haag í Hollandi og Myndlistarskólann í Reykjavík. Nýlegar einkasýningar Helenu má telja Liquida (2021) í Plan X Art Gallery í Mílanó og Þú getur ekki fest þig í þínum eigin vef (2022) í Ásmundarsal. Helena tók einnig þátt í samsýningunni Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga á Kjarvalsstöðum 2020.

Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.

Tryggvagata 17 101 Reykjavík

411 6400

[email protected]

listasafnreykjavikur.is


24.08.2023 - 22.10.2023


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Slafnesk þjóðlög

      Slafnesk þjóðlög

      Slafnesk þjóðlög – tónleikar og söngsmiðja Mánudaginn 4. október frá kl. 15:30 Mánudaginn 4. október frá kl. 15:30 mun...

      Bernadett Hegyi

      Bernadett Hegyi

      Hádegistónleikar í Hafnarborg – Bernadett Hegyi Þriðjudaginn 7. mars kl. 12 Þriðjudaginn 7. mars kl. 12 bjóðum við ykk...

      Ólafur Túbals 1897 – 1964

      Ólafur Túbals 1897 – 1964

      Ólafur Karl Óskar Túbalsson, Ólafur Túbals (1897 – 1964) var íslenskur myndlistarmaður, frá Múlakoti í Fljótshlíð. Ól...

      Helgi Gretar listmálari með sýningu

      Helgi Gretar listmálari með sýningu

      Listamaðurinn lengi þar við undi  Hann sigldi ungur til Danaveldis til að læra skiltamálun en sérhæfði sig seinna í mar...