Eva Ágústa ljósmyndari

Hinsegin einhverfa // Eva Ágústa 26.-28. maí 2023

Sýningin „Hinsegin Einhverfa“, er safn mynda af einstaklingum sem eru hinsegin og staðsetja sig á einhverfurófi, með eða án einhverfugreiningar.
Eva Ágústa ljósmyndari sem sjálf er trans og á einhverfurófi, hefur undanfarin ár einbeitt sér að því að segja sögur af fólki út frá sínum hugmyndum um fólk.
Frá unga aldri hefur hún fylgst með því hvernig einstaklingar og samfélagið haga sér í viðleitni til að passa betur sjálf inn í samfélagið, sem er algeng reynsla meðal einhverfra. Einhverfir verða gjarnan utanvelta vegna skynjunar sinnar á umhverfinu. Í dag notar Eva þessa óhefðbundnu skynjun sem sem styrkleika í myndum sínum.
Sýningin „Hinsegin Einhverfa“ er tilraun Evu til að auka sýnileika þessara tveggja hópa sem eiga til að týnast í samfélaginu og verða ósýnileg. Eva vann verkefnið þannig að hún kynnti sér viðfangsefnin mjög persónulega og út frá því myndaði hún fólkið í því umhverfi þar sem því líður best. Eva blandar saman náttúrulegri birtu og aukalýsingu til að skapa þá persónu sem hún sér og sem einstaklingarnir samþykkja.
Eva lærði ljósmyndun í Tækniskólanum í Reykjavík árið 2009 og lauk sveinsprófi haustið 2011. Hún tók sér pásu frá ljósmyndun í nokkur ár en hefur að undanförnu fundið hillu sína aftur og hefur meðal annars fengist við nokkur verkefni sem snúa að því að segja sögur af fólki.
Sýningin er unnin í samstarfi við Einhverfusamtökin.
Sýningin opnar föstudaginn 26. maí kl: 13:00 og tekur Eva vel á móti gestum.

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Fuglaskoðun í Viðey

   Fuglaskoðun í Viðey

   Fuglaskoðun í Viðey á sunnudag Snorri Sigurðsson líffræðingur mun leiða fuglaskoðun um vesturhluta Viðeyjar þriðjudagin...

   The Space Betweenm i n u i t and Nina Fradet

   The Space Betweenm i n u i t and Nina Fradet

   The Space Between m i n u i t and Nina Fradet VERNISSAGE: March 30th from 18:00 Musical performance by Ʒeb ənd Iːw ...

   Sigurður Sigurðsson

   Sigurður Sigurðsson

   Sigurður Sigurðsson Sigurður ólst upp á Ísafirði og síðar á Sauðárkróki. Hann var stúdent frá MA 1937 og lauk cand. p...