Bernadett Hegyi

Hádegistónleikar í Hafnarborg – Bernadett Hegyi
Þriðjudaginn 7. mars kl. 12

Þriðjudaginn 7. mars kl. 12 bjóðum við ykkur velkomin á næstu hádegistónleika ársins í Hafnarborg en þá mun Bernadett Hegyi, sópran, koma fram ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara og listrænum stjórnanda tónleikaraðarinnar. Að þessu sinni bera tónleikarnir yfirskriftina „Skvísur og skvettur“ en fluttar verða aríur úr óperum og óperettum eftir Dvořak, Bellini, Mozart og Puccini.

Bernadett Hegyi er söngkona frá Búdapest, Ungverjalandi. Hún býr í Hafnarfirði og hefur búið þar með fjölskyldu sinni síðan 2020. Bernadett hóf tónlistarnám sitt sem fiðluleikari í Búdapest en hún stundaði síðar nám í söng við Weiner Leó konservatoríum og við Háskólann í Pécs. Árið 2016 lauk hún meistaranámi í klassískum söng frá Royal Conservatoire í Haag. Þótt ferill hennar einkennist af klassískri tónlist á hún einnig að baki fjölbreyttan feril í nútímatónlist, til dæmis djass. Hún hefur sungið víða um Evrópu, á Norðurlöndunum og á Íslandi. Hún hefur sungið á tónleikum með hljómsveitarstjórum eins og Pietro Rizzo, Michal Alber, Peter van Heyghen, Hernán Schvartzmann, Daan Admiraal, Rob Vermeuelen, Márton Wirth og Gunnsteini Ólafssyni.

Á Íslandi hefur Bernadett sungið á Galatónleikum Ungverska sendiráðsins í Reykjavík, auk fjölda minniháttar tónleika og uppákoma. Bernadett syngur einnig með fyrirtækinu Opera2gether sem kynnir óperu og klassíska tónlist fyrir áhorfendum með ýmsum uppákomum, svo sem í þöglu kvikmyndasýningunni um Madama Butterfly þar sem hún syngur titilhlutverkið, sem og í grín-óperettunni Sorry for Your Evening! Um þessar mundir vinnur hún með kór Íslensku óperunnar og næst á dagskrá hjá henni er hlutverk Cuginu í Madama Butterfly eftir Puccini.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, sem hafa verið fastur liður í dagskrá safnsins síðan 2003. Þar hefur Antonía fengið til liðs með sér marga af fremstu söngvurum landsins en markmiðið með tónleikunum að veita gestum tækifæri til að njóta lifandi tónlistarflutnings í góðu tómi. Þá fara hádegistónleikarnir að jafnaði fram fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

220 Hafnarfjörður

[email protected]

hafnarborg.is


Þriðjudaginn 7. mars 2023 kl. 12


CATEGORIES



NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Haukur Már Sturluson

      Haukur Már Sturluson

      Fjöruáhrif, einkasýning Hauks Dórs Sturlusonar í Gallerí Fold, opnar þann 30. janúar n.k. kl 14:00. Heitið dregur sýning...

      Tíunda Sequences myndlistarhátiðin

      Tíunda Sequences myndlistarhátiðin

        Kominn tími til - Tíunda Sequences myndlistarhátiðin Tíunda Sequences myndlistarhátiðin verður sett í d...

      Jurgita Motienjunaite sýnir Gerðubergi.

      Jurgita Motienjunaite sýnir Gerðubergi.

      Jurgita Motienjunaite sýnir fjölbreytt verk í Borgarbókasafninu Gerðubergi. Sýningatímabil:17. apríl -16. maí 2021. ...

      Þjóðbúningadagur í Safnahúsinu

      Þjóðbúningadagur í Safnahúsinu

      Þjóðbúningadagur verður haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu sunnudaginn 11. mars kl. 14 -16.   Almenningur er ...