Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri

Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri
25.08.18 – 22.11.20

Snemma á fjórða áratug 20. aldar hóf Akureyrarbær formlega að kaupa listaverk og voru fyrstu kaupin málverk eftir Freymóð Jóhannsson. Í dag á bærinn um 700 listaverk af fjölbreyttu tagi.

Eftir að Listasafnið á Akureyri var stofnað 1993 og falin umsjón með verkunum, var sú stefna valin að hafa sem flest verk uppi á veggjum stofnana bæjarins. Þannig er safneignin sýnileg starfsmönnum og íbúum bæjarins.

Á þessari sýningu er athyglinni beint að safneign Listasafnsins. Til sýnis eru nokkur úrvalsverk eftir íslenska listamenn, sem flestir eiga rætur sínar að rekja til Akureyrar eða Eyjafjarðar. Við val á verkunum var fjölbreytni höfð að leiðarljósi sem og kynjajöfnun en safneignin samanstendur að meirihluta til af verkum eftir karlmenn. Það er þó áhugaverð staðreynd að verkum eftir konur fjölgar þegar nær okkur dregur í tíma.

Sýningarstjórar: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Haraldur Ingi Haraldsson og Hlynur Hallsson.

Málverkið er eftir Kristínu Jónsdóttir. Verksmiðjan Gefjun á Akureyri 1926.

Related Articles

  Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar

  Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar

  Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar er elsta starfandi vélsmiðja landsins. Smiðjan sem er nánast í upprunalegu formi ber...

  Kortakallinn Smári

  Kortakallinn Smári

  Kortakallinn Smári Ómar Smári Kristinsson, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, verður með sýnishorn af vestfirskum kortum ...

  Olaf Sigurðsson

  Olaf Sigurðsson

  Olaf Sigurðsson er expressjónískur listamaður, fæddur árið 1950 í Reykjavík. Olaf Sigurðsson starfar í Bandríkinum og vi...
  bonaventure

  Umræðuþræðir: Bonaventure Soh Bejeng Ndikung

  Umræðuþræðir: Bonaventure Soh Bejeng Ndikung

  Fimmtudag 15. febrúar kl. 20.00 í Hafnarhúsi Annar gestur í röð Umræðuþráða árið 2018 er sýningarstjórinn Dr. Bonaventu...


Kaupvangsstæti 8 600 Akureyri

461 2610

[email protected]

listas.is


25.08.18 - 22.11.20


CATEGORIES
code

NEARBY SERVICES