Ástarsaga úr fjöllunum – Sinfóníuhjómsveit Íslands

Í Ástarsögu úr fjöllunum er skyggnst inn í heim íslenskra trölla á hugljúfan og hnyttinn hátt. Þessi ástsæla saga Guðrúnar Helgadóttur er fyrir löngu orðin þjóðargersemi og er flutt í fallegum hljómsveitarbúningi þar sem dregnar eru upp líflegar hljóðmyndir af dulúðugum, spennandi heimi tröllanna.

Við sögusteininn situr Jóhann Sigurðarson leikari sem flytur söguna á sinn óviðjafnanlega hátt. Til að skapa tröllunum rétta umgjörð í Eldborg í Hörpu verður kraftmiklum tröllamyndum Brians Pilkington varpað upp meðan á flutningi stendur. Dagskrána ramma svo inn tvö af myndrænni verkum Edvards Grieg, forleikurinn að Holbergsvítunni sem er í gömlum stíl og hentar því tröllum sérlega vel og svo sjálfur Tröllamarsinn.

EFNISSKRÁ

Edvard Grieg Prelúdía úr Holberg-­svítunni

Edvard Grieg Tröllamars (Trolltog)

Guðni Franzson Ástarsaga úr fjöllunum

HLJÓMSVEITARSTJÓRI

Ross Jamie Collins

SÖNGVARI OG SÖGUMAÐUR

Jóhann Sigurðarson

ÁSTARSAGA ÚR FJÖLLUNUM

Guðrún Helgadóttir, saga

Pétur Eggerz , söngtextar

Brian Pilkington, myndir

Kaupa miða: https://bit.ly/44Qctf5

Austurbakka 2 101 Reykjavík

528 5000

[email protected]

bit.ly/44Qctf5


23. september 2023


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Arna Óttarsdóttir innan skamms, aftur

      Arna Óttarsdóttir innan skamms, aftur

      Arna Óttarsdóttir innan skamms, aftur 20. október - 26. nóvember 2022 innan skamms, aftur er önnur sýning Örnu Óttarsd...

      Við freistingum gæt þín

      Við freistingum gæt þín

      Haukur Morthens: Við freistingum gæt þín Við freistingum gæt þín og falli þig ver, því freisting hver unnin til si...

      GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU

      GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU

      GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU Stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ í Listasafni Árnesinga í Hveragerði 14. j...
      myndlistarhópurinn IYFAC

      Haustsýning Hafnarborgar 2018 Vinningstillaga kynnt.

      Haustsýning Hafnarborgar 2018 Vinningstillaga kynnt.

      Síðastliðið haust kynnti Hafnarborg í áttunda sinn, verkefni sem hefur það að markmiði að gefa sýningarstjórum kost á að...