Opnun sýningarinnar Distant Matter

Nýlistasafnið kynnir fyrstu sýningu safnsins á árinu, Distant Matter, með nýjum verkum eftir Katrínu Agnes Klar og Lukas Kinderman, í sýningarstjórn Becky Forsythe. 

Opnun sýningarinnar er á föstudaginn 19. janúar milli klukkan 17 – 19 í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu, Grandagarði 20.

Á sýningunni verður meðal annars sýnt þrívíddarlíkan af grip úr geimnum og gestum gefst kostur á að eignast brot af sjóndeildarhringnum. Með því að aftengja hluti frá upprunalegu samhengi sínu og endurraða í hversdagslega framsetningu gefst gestum færi á að rýna í reglufast kerfi alheimsins með annars óhefðbundnum aðferðum.

Katrín og Lukas búa og starfa í München og Reykjavík og hafa sýnt verk sín víðsvegar í Evrópu og á Íslandi. Þetta er fyrsta yfirgripsmikla sýning þeirra í Reykjavík.

Sunnudaginn 21. janúar kl. 14:00 verður gestum boðið upp á ókeypis leiðsögn og spjall um sýninguna ásamt listamönnunum og sýningarstjóra í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu. 

Related ArticlesNýlistasafnið, Grandagarði 20 101 Reykjavík

+354 551 4350

[email protected]

nylo.is


Föstudaginn 19. janúar milli klukkan 17 og 19


CATEGORIESNEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland