Opnun sýningarinnar Distant Matter

Nýlistasafnið kynnir fyrstu sýningu safnsins á árinu, Distant Matter, með nýjum verkum eftir Katrínu Agnes Klar og Lukas Kinderman, í sýningarstjórn Becky Forsythe. 

Opnun sýningarinnar er á föstudaginn 19. janúar milli klukkan 17 – 19 í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu, Grandagarði 20.

Á sýningunni verður meðal annars sýnt þrívíddarlíkan af grip úr geimnum og gestum gefst kostur á að eignast brot af sjóndeildarhringnum. Með því að aftengja hluti frá upprunalegu samhengi sínu og endurraða í hversdagslega framsetningu gefst gestum færi á að rýna í reglufast kerfi alheimsins með annars óhefðbundnum aðferðum.

Katrín og Lukas búa og starfa í München og Reykjavík og hafa sýnt verk sín víðsvegar í Evrópu og á Íslandi. Þetta er fyrsta yfirgripsmikla sýning þeirra í Reykjavík.

Sunnudaginn 21. janúar kl. 14:00 verður gestum boðið upp á ókeypis leiðsögn og spjall um sýninguna ásamt listamönnunum og sýningarstjóra í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu. 

Related Articles

  Árbæjarsafn

  Árbæjarsafn

  Um Árbæjarsafn Árbæjarsafn er útisafn sem er opið allan ársins hring. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið f...
  elina brotherus

  ELINA BROTHERUS LEIKREGLUR

  ELINA BROTHERUS LEIKREGLUR

  SÝNINGAROPNUN Í LISTASAFNI ÍSLANDS FÖSTUDAGINN 16. FEBRÚAR KL. 20 —FRÍKIRKJUVEGI 7 Elina Brotherus (f. 1972 í Finnla...

  Guðjón Ketilsson með leiðsögn á Kjarvalsstöðum

  Guðjón Ketilsson með leiðsögn á Kjarvalsstöðum

  Kjarvalsstaðir, sunnudag  27. nóvember  kl. 14:00 Leiðsögn listamanns um sýninguna Guðjón ...

  Dagur Norðurlanda 23. mars 

  Dagur Norðurlanda 23. mars 

  Dagur Norðurlanda 23. mars - fjölbreytt dagskrá alla vikuna Dagur Norðurlanda er haldinn hátíðlegur 23. mars ár hvert ...


Nýlistasafnið, Grandagarði 20 101 Reykjavík

+354 551 4350

[email protected]

nylo.is


Föstudaginn 19. janúar milli klukkan 17 og 19


CATEGORIESNEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland