Safnahúsið á Menningarnótt

Safnahúsið á Menningarnótt

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir og Menningar- og viðskiptaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir opna nýja barnasýningu í Safnahúsinu kl. 14.

Listsköpun, smiðjur, þrautir, leikir og andlitsmálning fyrir yngstu gesti safnsins milli kl. 13 og 17.
Örfyrirlestrar um eldsumbrot og leiðsagnir milli kl. 16 og 21.

Kaffi og kleinur í boði safnsins.
Öll velkomin!

Kl. 13
Dúó Stemma
Lifandi og skemmtilegt tónlistaratriði þar sem gestir taka virkan þátt.

Kl. 14 – 16
Ari Ólafsson frá Vísindasmiðjunni leiðir fólk um leyndardóma rafmagnsins.

Kl. 14 – 17
Barmmerkjasmiðja þar sem líffjölbreytileiki hafsins veitir innblástur.

Kl. 14 – 17
Förum að veiða!
Leikur þar sem gestir veiða plastdýr úr hafinu.

Kl. 14 – 17
Andlitsmálning fyrir börn þar sem áhersla er lögð á undur hafsins!

Kl. 16
Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands leiðir gesti um gersemar Safnahússins.

Örfyrirlestrar um eldsumbrot

Kl. 17 – 17:15
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir frá eldsumbrotum á Reykjanesskaga.

Kl. 17:15 – 17:30
Anna Líndal myndlistarmaður segir frá verkinu Menjar um tilfinningalegan skjálfta sem tengist umræddum eldsumbrotum. Verkið var hluti af haustsýningu Norræna hússins 2021.

Kl. 17:30 – 17:45
Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur
Myndlist í eldvirkninni og eldvirkni í myndlistinni.

Kl. 17:45 – 18
Haraldur Auðunsson jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík fjallar um segulsvið jarðar.

Kl. 18
Leiðsögn um listaverkin í Safnahúsinu sem tengjast eldsumbrotum.
Dagný Heiðdal, listfræðingur.
Kl. 20 – 21
Landvernd – Hugvekja um orkuþörf

Auður Önnu Magnúsdóttir og Ágústa Jónsdóttir

Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg

Fjölbreyttar sýningar, listaverkstæði fyrir börn og tónleikar! 

Kl. 14 – 17
Krakkaklúbburinn Krummi
Listaverkstæði á Menningarnótt

Komið og skapið í fallegu umhverfi safnsins, alls kyns blandaður efniviður í boði, málning á striga, vatnslitir, fundinn efniviður og frumlegar aðferðir í listsköpun þar sem listaverkin á sýningum safnsins veita innblástur.

Ný dagskrá Krakkaklúbbsins Krumma fyrir haustið 2022!

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Umsjón með listaverkstæðinu hefur Kristín Dóra Ólafsdóttir, myndlistarmaður og listgreinakennari.

Kl. 17
Kliður í Listasafni Íslands

Kórinn Kliður skapar töfrandi upplifun með söng sínum fyrir gesti Listasafns Íslands á Menningarnótt.

Viðburðurinn mun kallast á við myndlistarsýninguna Liðamót þar sem sýnd eru verk Margrétar H. Blöndal, en hún er einnig meðlimur í kórnum. Flutt verða að vönduð verk eftir meðlimi kórsins, bæði ný og eldri. Í þessum kór sem á engan sinn líkan koma saman tónskáld, myndlistarfólk, skáld, sviðslistafólk og hljóðfæraleikarar sem hafa á síðustu árum staðið fyrir ýmiss konar viðburðum og frumflutt tónverk eftir meðlimi hópsins.
Kl. 20 
Tónleikar með japanska píanóleikaranum Tempei Nakamura.
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Japanska sendiráðið á Íslandi.

Öll hjartanlega velkomin!

NÝJAR SÝNINGAR FRAMUNDAN

Á heimasíðu safnsins má finna upplýsingar um nýjar og spennandi sýningar í Listasafni Íslands 2022.

SAFNBÚÐIN

Megináhersla Safnbúðarinnar er kynning og sala á útgáfum safnsins, listaverkakortum og plakötum. Þar er einnig fáanleg listræn gjafavara tileinkuð söfnum, úrval íslenskra listmuna og hönnun. Safnbúðin leitast við að upplýsa og auka ánægju safngesta.

Hér má finna hlekk inn á vefverslun Safnbúðarinnar.

Laufásvegur 12 101 Reykjavík

515 9600

[email protected]

listasafn.is/



CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      SKÖPUN BERNSKUNNAR 2021

      SKÖPUN BERNSKUNNAR 2021

      Sköpun bernskunnar 2021 Salir 10 -11 20.02.2020 - 02.05.2021 Þetta er áttunda sýningin undir heitinu Sköpun bernsku...

      Hallgerður Hallgrímsdóttir

      Hallgerður Hallgrímsdóttir

      Sýningaropnun - Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun – III. hluti Laugardagur 22. janúar kl. 12-17 Laugardaginn 22. jan...
      Pamela De Sensi, Andrými í litum og tónum

      ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM – „RAMMAR“

      ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM – „RAMMAR“

      Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers ...

      Fimmtudagurinn Langi

      Fimmtudagurinn Langi

      Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi! Söfn og sýningarstaðir í miðbænum bjóða upp á lengdan opnu...