Norræna Húsið – Útgáfuhóf bókarinnar Esseyja

Norræna Húsið – Útgáfuhóf bókarinnar Esseyja
14. nóvember kl. 16:30

Verið velkomin á útgáfuhóf bókarinnar Esseyja / Island Fiction í Norræna húsinu, þann 14. Nóvember klukkan 16:30, á 60 ára gosafmæli Surtseyjar.
Í bókinni Esseyju / Island Fiction er fléttað saman listaverkum, ferðasögum og textum sem fjalla um margslungnar hliðar á tilveru, sögu og merkingu Surtseyjar, eyjarinnar í fjarska.
Í þessari fallegu bók fá lesendur innsýn í ferðasögu og myndlistarverk Þorgerðar í tengslum við Surtsey sem hefur staðið yfir í nokkur ár. Í bókinni eru esseyjur eftir Becky Forsythe, Birnu Lárusdóttur, Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur og Þóru Pétursdóttur. Fyrir bókina unnu Þorgerður og Gunndís Ýr Finnbogadóttir sérstaka útfærslu á samstarfsverki sínu Óstöðugu landi sem opnar á næsta ári í Gerðarsafni.
Hönnuður bókarinnar er Elín Edda Þorsteinsdóttir, grafískur hönnuður og myndskreytir.
Í tengslum við útgáfu bókarinnar og 60 ára gosafmæli Surtseyjar hefur Þorgerður sett upp nýtt verk á Kömbunum – Spor, þar sem vel sést til Surtseyjar í björtu veðri á Hellisheiði. Verkið er hluti af Sequences XI myndlistarhátíð og mun standa út nóvember mánuð. Listaverkið Spor er hluti af stærra verki sem Þorgerður mun vinna áfram með á þessum tiltekna skika á Kömbunum, á næstu árum.
Hluti af myndlistarverkefni Þorgerðar var sett upp á sýningunni Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu sem Umhverfisstofnun hefur umsjón yfir í Vestmannaeyjum. Sýning Þorgerðar í Eyjum hefur staðið yfir í tvö ár og lýkur nú í lok nóvember.
Bókin er bæði á íslensku og ensku og er gefin út í samstarfi við rannsóknarverkefnið Relics of Nature.
Eftirtaldir aðilar styrktu gerð bókarinnar: Umhverfisstofnun, Relics of Nature, Myndlistarsjóður og Bókmenntasjóður.
Aðgengi: Elissa salur hefur gott aðgengi fyrir hjólastóla og aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins. Öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Þessi viðburður fer fram á ensku og íslensku.

Sæmundargötu 11 101 Reykjavík

551 7030

[email protected]

nordichouse.is


14. nóvember kl. 16:30


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles