Gunnlaugs saga Ormstuga

Gunnlaugs saga hefur lengi verið með vinsælustu Íslendingasögunum og kemur þar margt til. Í fyrsta lagi er hún skemmtileg og fjallar um efni sem höfðar til fólks. Þá er hún bæði stutt og auðlesin. Hún er í senn hádramatísk ástarsaga og rekur mikil örlög. Aðalpersónurnar eru Gunnlaugur sjálfur, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra. Nær höfundur að draga upp sterka og skýra mynd af bæði Gunnlaugi og Hrafni, en Helga verður nánast eins og aukapersóna og nær því aldrei að vakna almennilega til lífsins í sögunni, enda hefur höfundurinn sennilega ætlað henni það hlutskipti.

Sagan er á margan hátt einkennandi fyrir Íslendingasögur almennt, en þar kveður sterkt að hinni hefðbundnu hetjuímynd, forlagahyggjan látin krydda atburðarásina, skáldin kveða og bændasynir fljúgast á. Heimurinn er viðsjárverður og það eitt gefur honum merkingu að vera sjálfum sér trúr, láta ekkert koma sér úr jafnvægi og taka örlögum sínum með jafnaðargeði.

Ingólfur B. Kristjánsson les

105 Reykjavik

hlusta.isCATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir

   Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir

   Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir munu ræða saman um höfundarverk sín og varpa ljósi á sameiginleg áhug...

   Bókaútgáfan Sæmundur

   Bókaútgáfan Sæmundur

   Um Bókaútgáfuna Sæmund Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi er hluti af rekstri hlutafélagsins Sunnan 4 ehf sem stofnað va...

   Saga listasafna á Íslandi

   Saga listasafna á Íslandi

   Sigurjón Baldur Hafsteinsson ritstjóri bókarinnar Fletta bókinni hér Bókin Saga listasafna á Íslandi. Í bókinni er...

   Best of Iceland

   Best of Iceland

   Fletta og skoða í bókinni Best of Iceland hér Information about Iceland at Your Fingertips Browse the book here....