Gunnlaugs saga Ormstuga

Gunnlaugs saga hefur lengi verið með vinsælustu Íslendingasögunum og kemur þar margt til. Í fyrsta lagi er hún skemmtileg og fjallar um efni sem höfðar til fólks. Þá er hún bæði stutt og auðlesin. Hún er í senn hádramatísk ástarsaga og rekur mikil örlög. Aðalpersónurnar eru Gunnlaugur sjálfur, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra. Nær höfundur að draga upp sterka og skýra mynd af bæði Gunnlaugi og Hrafni, en Helga verður nánast eins og aukapersóna og nær því aldrei að vakna almennilega til lífsins í sögunni, enda hefur höfundurinn sennilega ætlað henni það hlutskipti.

Sagan er á margan hátt einkennandi fyrir Íslendingasögur almennt, en þar kveður sterkt að hinni hefðbundnu hetjuímynd, forlagahyggjan látin krydda atburðarásina, skáldin kveða og bændasynir fljúgast á. Heimurinn er viðsjárverður og það eitt gefur honum merkingu að vera sjálfum sér trúr, láta ekkert koma sér úr jafnvægi og taka örlögum sínum með jafnaðargeði.

Ingólfur B. Kristjánsson les

105 Reykjavik

hlusta.isCATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles