Höfundur Ólafur Kvaran.

EINAR JÓNSSON MYNDHÖGGVARI, HÖFUNDUR ÓLAFUR KVARAN

Einar Jónsson (1874–1954) var brautryðjandi í íslenskri höggmyndalist. Í þessari bók er fjallað um stórbrotinn listferil hans, merkingarheim höggmyndanna, listræna hugmyndafræði og viðtökur á Íslandi. Höggmyndir Einars vöktu mikla athygli og umræður á Íslandi í takt við sterka þjóðernishyggju sjálfstæðis baráttunnar í upphafi nýrrar aldar. Einar gaf íslenska ríkinu listaverk sín og Alþingi veitti fé til byggingar safns yfir verk hans á Skólavörðuholti.

Ólafur Kvaran er prófessor í listasögu við Háskóla Íslands. Hann var ritstjóri verksins Íslensk listasaga sem kom út í fimm bindum árið 2011, safnstjóri Listasafns Íslands 1997 til 2007, sérfræðingur hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmanna höfn 1992 til 1997 og forstöðumaður Lista safns Einars Jónssonar 1980 til 1991.

Á dögunum kom út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags bókin Einar Jónsson myndhöggvari – verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi. Þar grefst listfræðingurinn Ólafur Kvaran fyrir um áhrif þýsks symbólisma, guðspekinnar og fleiri hugmyndastrauma á Einar og rekur menningarsögulegt mikilvægi verka hans. Sjá meira hér

Svipmyndir af nokkrum forvígismönnum í 200 ára sögu Hins íslenska bókmenntafélags. Úr dagskrá sem flutt var á afmælishátíð Bókmenntafélagsins í Ráðhúsi Reykjavík þann 19. nóvember 2016.  Sjá myndband hér

iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   kindasögur

   kindasögur

   Kindasögur Höfundar: Aðalsteinn Eyþórsson, Guðjón Ragnar Jónasson Íslenska sauðkindin er harðger, úrræðagóð og...

   Leskaflar í listasögu Þorsteinn Helgason

   Leskaflar í listasögu Þorsteinn Helgason

   Leskaflar í listasögu: frá endurreisnar til impressjónisma Höfundur: Þorsteinn HelgasonÍ þessari bók er myndlistars...

   Guðjón Friðriksson

   Guðjón Friðriksson

   Samvinna á Suðurlandi Höfundur: Guðjón Friðriksson Saga samvinnufélaga á Suðurlandi er í raun atvinnu-, samgöngu...

   Á fjarlægum ströndum – Tengsl Spánar og Íslands í tímans rás

   Á fjarlægum ströndum – Tengsl Spánar og Íslands í tímans rás

   Út er komin bókin Á fjarlægum ströndum – Tengsl Spánar og Íslands í tímans rás í ritstjórn Erlu Erlendsdóttur, prófessor...