Hin mörgu andlit kristninnar Hin mörgu andlit kristninnar Höfundur Þórhallur Heimisson Hin mörgu andlit kristninnar er byggð á sviðpaðri hugmynd og bók Þórhalls, Hin mörgu andlit trúarbragðanna sem kom út 2005 og fjallaði um öll trúarbrögð heimsins – en nú tekur höfundur fyrir kristna trú og sögu eins og nafnið ber með sér. Í bókinni skoðar höfundur trúna frá ýmsum hliðum og gerir upp samskipti sín við kirkjuna. Bókin skiptist í fimm hluta; í fyrsta hluta er Biblían skoðuð, næsti hluti snýr að sögu kristninnar, í þriðja hluta er beint sjónum að kirkjuárinu, uppruna og sögu daganna og siðferðislegum átakamálum í samtímanum. Í fjórða hluta er farið í gegnum trúarjátninguna og í fimmta og síðasta kaflanum fjallar höfundur um dulræna reynslu sína, spíritisma og hið yfirskilvitlega. Í þessari sjöundu bók sinni rekur Þórhallur Heimisson sögu, þróun, kenningar og átök þeirra sem aðhyllast kristna trú, allt frá Egyptalandi hinu forna til Íslands í dag. Þetta er stórbrotin saga um marga mikilvæga sögulega þætti; blóðug átök krossferðanna fá hér sitt rými, musterisriddarar og múslímar, kristin talnaspeki og táknfræði, biblíurannsóknir og dagar kirkjuársins svo fátt eitt sé talið. Einnig rekur höfundur reynslu sína af dulrænum atburðum, rannsóknum á nær-dauða-reynslu og spíritisma og veltir upp spurningum um líf eftir dauðann. Bókin er spennandi lesning um sögulegar staðreyndir sem hér eru færðar í aðgengilegan búning fyrir alla sem vilja vita meira um bakgrunn sinn. Auk þess gefa persónulegar hugleiðingar höfundarins bókinni aukna vídd.
Til heiðurs Dick Ringler Editorial – þýðanda Jónasar Hallgrímssonar á ensku og Fálkaorðuhafa Dick Ringler var mikill velgjörðarmaður...
Eggið – gagnvirk sýning fyrir börn Editorial Verið velkomin á sýninguna Eggið! Eggið er gagnvirk sýning fyrir börn byggð á samnefndri myndabók sem skrifuð er...
Kambsmálið eftir Jón Hjartarson Editorial Kambsmálið Höfundur: Kambsmálið Höfundur: Jón Hjartarson Þann 4. júni 1953 mætti hreppstjóri Árneshrepps...
Snerting eftir Ólafur Jóhann Ólafsson Editorial Snerting eftir Ólafur Jóhann Ólafsson Kristófer hyggst loka veitingastað sínum í miðbæ Reykjavíkur vegna...
Ofríki eftir Jón Hjartarson Editorial Ofríki – Ágrip af sögu fjölskyldu 1860-1965 Höfundur: Jón Hjartarson Fyrir liðlega einni öld gerði bóndinn á...
Bókatíðindi 2021 Editorial Bókatíðindi 2021 Kæri bókaunnandi, Sú hefð að gefa bækur til jólagjafa má rekja til áranna eftir síðari...