Dansgjörningur Dynamic map

Hreyfilistakonan Miriam Markl hefur um tveggja vikna skeið stundað rannsóknir á arkitektúr Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss í gegnum hreyfingu og dans en lokaútkoman er gjörningur sem fluttur verður á Fimmtudaginn langa 30. janúar kl. 20.00 í Hafnarhúsi.

Í ferlinu verður til „dýnamískt kort“ – lifandi, áhrifamikil framsetning á byggingunni. Í gegnum dansspuna mun Miriam túlka samspil ljóss, tíma, andrúmslofts og efniskennd safnsins. Rannsókn hennar nær hámarki í lokagjörningi, þar sem hreyfingarnar verða að ,,hreyfanlegu korti” – sem er ljóðræn og kraftmikil endurspeglun á takti og umbreytingu rýmisins og býður áhorfendum að upplifa arkitektúrinn sem lifandi og andandi heild.

Gestir safnsins hafa getað fylgst með hreyfikönnun Miriam Markl í Hafnarhúsinu á opnum æfingum hennar í safninu undanfarnar vikur.

Miriam Markl, f. 1992, er hreyfilistamaður (e. movement artist) og rannsakandi sem býr og starfar í Berlín. Með gjörningum sínum hefur hún það markmið að skapa ný rými sem stuðla að nýjum sameiginleginlegum upplifunum og afhjúpa síbreytileg tengsl milli fólks, hluta og umhverfisins. Miriam hefur verið í gestavinnustofu hjá SÍM og Dansverkstæðinu.

Fimmtudagur 30. janúar 20.00
Hafnarhús

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0