Eggert Pétursson – Ný bók væntanleg

Eggert Pétursson (f. 1956) er meðal þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Áratuga löng hollusta Eggerts við flóru Íslands hefur gefið af sér undraverða tækni við að fanga hina hverfandi og síbreytilegu orku plönturíkisins. Eggert nam við Myndlista- og handíðaskólann og Jan van Eyck Academie í Maastricht í Hollandi. Hann hefur sýnt í Nýlistasafninu í Reykjavík, Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, Museum Fodor í Amsterdam, Gerðarsafni í Kópavogi og í Hafnarborg í Hafnarfirði. Árið 2006 hlaut Eggert annað sæti Carnegie Art Award og 2016 var stór yfirlitssýning á verkum hans í Listasafninu í Pori í Finnlandi sem spannaði feril hans allan frá barnæsku.

Nú í desember kemur út hjá bókaforlaginu Kind, yfirgripsmikil bók um myndlistarferil Eggerts Péturssonar. Bókin inniheldur rúmlega 100 myndir af völdum málverkum listamannsins frá árinu 1996 til dagsins í dag ásamt greinum um verk hans, ævi og feril.

Öll eintök seld í forsölu verða árituð af listamanninum og afhend við útgáfu bókarinnar.
Forsöluverð: 14.900 kr
Fullt verð: 17.205 kr
Hægt er að kaupa bókina í forsölu hér: www.kindutgafa.is

RELATED LOCAL SERVICES