Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

Verið velkomin á opnun sýningar Örnu Óttarsdóttur þann 14. Mars milli kl: 18:00-20:00

„Kórallituð, laxableik, spítalableik, föl, rjóð, sæt, kokteilsósa, rós, dögun, rökkur, ástin, sólarupprás, sólsetur; Arna litar orðin. Mjúkir og mildir bleikir tónar dofna og skerpast í verkunum og kalla fram hlýjar myndir: húðfellingar, pinnamatur, blíð snerting, hráleiki, innvortis, útvortis, lyf, nostalgía, örvun – allt unaðslega bleikt. Burtséð frá sögulegum eða kynbundnum tilvísunum er eins og litaval listamannsins komi frá undirmeðvitundinni, innsæi og tilfinningu. Sýningin „Allt fínt“ er í mildri litapallettu sem býður upp á mismunandi blæbrigði merkingar.“

Arna Óttarsdóttir (f. 1986) útskrifaðist árið 2009 frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur undanfarin ár helgað sig vefnaði og myndmálið sækir hún í hversdagsleikann, skissubækur sínar, og helgast valið ekki af fágaðri útfærslu frummyndarinnar, heldur frekar mögleika þess til frekari tilrauna og úrvinnslu.

Mynd af verki: „Hæ“ 2018, ljósmynd tekin af Vigfúsi Birgissyni

Sýningaskrá

 

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Bakgarðar

      Bakgarðar

      Bakgarðar 27.3.2021-29.8.2021 Bakgarðar, skúrar, þvottasnúrur og einstaka köttur. Ljósmyndarinn Kristján Magnússon s...

      Jón Hróbjartsson

      Jón Hróbjartsson

      Listasafninu berst gjöf frá Bandaríkjunum Fyrir skömmu barst Listasafni Ísafjarðar gjöf frá Bandaríkjunum en um er ...

      Þuríður Sigurðardóttir

      Þuríður Sigurðardóttir

      Þuríður Sigurðardóttir (f. 23. janúar 1949)  söngkona og myndlistarmaður. „Fljót­lega eftir að ég út­skrifaði...

      Karólína Lárusdóttir

      Karólína Lárusdóttir

      Karólína Lárusdóttir Karólína Lárusdóttir Roberts (fædd 1944) er íslenskur myndlistamaður sem er þekkt fyrir myndir sín...