Frá árinu 2006 hafa Zeppelin arkitektar hannað og teiknað nær allar byggingar í þrívíddarforritum, stofan leggur áherslu á að vinna vel með húsbyggjanda út frá þörfum viðskiptavinarins og staðháttum. Sífellt verður flóknara að byggja og húsbyggjendur þurfa að kunna skil á fjölmörgum atriðum er varða leyfisveitingar og hvernig val á verktökum fer fram og samskipti við þá. Zeppelin arkitektar aðstoða og leiðbeina viðskiptamönnum okkar í gegnum þennan frumskóg svo þeir átti sig betur á því sem við er að fást.