Dagný Land Design

DLD er framsækið fyrirtæki sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sviði landslagsarkitektúrs, skipulags og vöruhönnunar. Fyrirtækið var stofnað vorið 2011 og byggir á 20 ára fjölbreyttri starfsreynslu Dagnýjar Bjarnadóttur á sviði landslagsarkitektúrs og hönnunar.
Starfreynsla Dagnýjar spannar allt fagsviðið, frá skipulagsgerð, landslagsmótun í stórum skala til hönnunar leikskóla- og skólalóða, torga og bæjarrýma , umhverfi opinberra bygginga og einkalóða. Í seinni tíð hefur vöru- og sýningahönnun ásamt innsetningum verið skemmtilegur hluti af starfinu og margir þekkja gróður – húsgögnin FurniBloom sem sýnd hafa verið víða um heim og voru m.a hluti af sýningahönnun Dagnýjar „New Nordic Landscapes“ , sem var hliðarverkefni við World Expo 2010 í Shanghai.

Markmiðið fyrirtækisins er að veita viðskipavinum okkar lipra og faglega þjónustu á öllum stigum hönnunarferilsins, þar sem allir eru jafningjar við hugmynavinnuna og úrvinnslan byggir á staðháttum og virðingu fyrir umhverfinu.

Fyrirtækið ætlar að vera leiðandi í faglegum, nýstárlegum og listrænum nálgunum á sviði landslagsarkitektúrs og vöruhönnunar, þar sem leikgleði og nýsköpun fær að njóta sín.
Í verkum sínum vill fyrirtækið stuðla að verndun umhverfisins, með vistvænum lausnum.

RELATED LOCAL SERVICES