Fyrir augliti eftir Úlfar Þormóðsson

Fyrir augliti eftir Úlfar Þormóðsson

Dreymir blinda í myndum? Munu bækur koma út í framtíðinni? Hvað kostaði þriðja viðgerðin á bílnum? Hvað voru leigubílstjórarnir á kaffihúsinu eiginlega að ræða og skipti það einhverju máli? Svo er horft á fótbolta ytra eða með Skálkum heima.

Allt eru þetta hugsanir og atburðir sem er að finna í 730 færslum í þessari óvenjulegu dagbók Úlfars Þormóðssonar sem hann hélt á árunum 2018 og 2019. Sviðið er miðbær Reykjavíkur og samfélag Íslendinga suður í höfum – en kannski mest andi Úlfars sem fer með lesendur í ferðalag um hugmyndir og atburði líðandi stundar, allt frá tíðindalausri ferð í matvörubúð til bréfaskipta við unga og efnilega rithöfunda. Margir koma við sögu og það er líka mikið lesið og skrifað.

Textinn er allt í senn, beittur, háskalegur, mjúkur og innilegur, og stílgaldur höfundar á það til að draga lesendur út í buskann og yfirgefa þá alsæla þar.

Eftir Úlfar hefur komið út fjöldi bóka af öllu tagi þar sem hann fer oftar en ekki ótroðnar slóðir; hann er á margan hátt elsta ungskáld Íslands.

Related Articles

  Bókatíðindi 2019

  Bókatíðindi 2019

  Bókatíðindi 2019  sjá hér Kæri bókaunnandi, Jólin eru tími hefða og samveru með þeim sem okkur þykir vænst um. Þrátt...

  Af hverju er Ísland útópía? Af viðhorfum til Íslands

  Af hverju er Ísland útópía? Af viðhorfum til Íslands

  Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn “Af hverju er Ísland útópía? Af v...

  Sigríður Björnsdóttir

  Sigríður Björnsdóttir

  Sigríður Björnsdóttir: Myndverk 1950 – 2019 Höfundur: Aðalstein Ingólfsson Í þessari veglegu bók um Sigríði Björ...

  Ofríki eftir Jón Hjartarson

  Ofríki eftir Jón Hjartarson

  Ofríki – Ágrip af sögu fjölskyldu 1860-1965 Höfundur: Jón Hjartarson Fyrir liðlega einni öld gerði bóndinn á Ran...


Víðimel 38 101 Reykjavík

4141450

[email protected]

bjartur.isCATEGORIES


NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland