Bertel Thorvaldsen

Bertel Thorvaldsen (19. nóvember 1770 – 24. mars 1844) var dansk-íslenskur myndhöggvari.

Málverk af Bertil Thorvaldsen eftir Karl Begas frá því um 1820.

Bertel Thorvaldsen átti íslenskan föður, Gottskálk Þorvaldsson, og danska móður, Karen Degnes. Var faðir hans ættaður frá Reynistað í Skagafirði. Thorvaldsen fæddist í Danmörku og kom aldrei til Íslands. En uppruna sínum hélt hann þó á lofti og var í sambandi við marga Íslendinga. Hann gerði skírnarfontinn sem er í Dómkirkjunni í Reykjavík og þykir merkasti gripur kirkjunnar. Kom fonturinn hingað til lands árið 1839 og hafði Thorvaldsen frumkvæði að því.

Í tengslum við þjóðhátíðina 1874 gáfu dönsk stjórnvöld hingað líkneski af Thorvaldsen sem hann hafði gert sjálfur. Fólst í því viðurkenning á því að hann tilheyrði ekki síður Íslandi en Danmörku. Styttan var á Austurvelli frá 1875 þar til hún vék fyrir minnisvarða Jóns Sigurðssonar forseta árið 1931.  Sjá meira hér

Bertil Thorvaldsen og forfeður hans  sjá meira hér

Sjá fleiri greinar um íslenska myndlistamenn klikka hér

iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Haukur Már Sturluson

      Haukur Már Sturluson

      Fjöruáhrif, einkasýning Hauks Dórs Sturlusonar í Gallerí Fold, opnar þann 30. janúar n.k. kl 14:00. Heitið dregur sýning...

      Leskaflar í listasögu Þorsteinn Helgason

      Leskaflar í listasögu Þorsteinn Helgason

      Leskaflar í listasögu: frá endurreisnar til impressjónisma Höfundur: Þorsteinn HelgasonÍ þessari bók er myndlistars...

      Kjarvalsstaðir, 14.01-12.03. 2023 Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður Rauður þráður er...

      Karen Agnete þórarinsson

      Karen Agnete þórarinsson

      karen Agnete þórarinsson   Karen Agnete var fædd 28. desember 1903 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hennar voru C...