Sigurdís Gunnars og Ragnar Hólm

Ragnar Hólm og Sigurdís Gunnars sýna í Listhúsi Ófeigs

Enn er skíma í Listhúsi Ófeigs

Laugardaginn 4. mars kl. 14 opna Sigurdís Gunnars og Ragnar Hólm sýningu á nýjum olíumálverkum í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg undir yfirskriftinni Enn er skíma. Þar tefla þau saman ólíkum aðferðum í viðureign við hlið óhlutbundna málverk.

Ragnar Hólm hefur haldið yfir 20 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis. Málverk hans eru yfirleitt mjög abstrakt expressionísk en málverk Sigurdísar eru afar óræð í leik að birtu og skuggum. Sigurdís er nú aftur farin að mála eftir nokkurra ára hlé frá þeirri iðju.

„Dætur okkar spila báðar íshokkí í meistaraflokki kvenna, hvor með sínu liðinu, og þegar við Ragnar komumst að því að við værum bæði að mála með olíu þá fórum við að tala saman um málverkið og það hefur verið óslitinn orðaflaumur allar götur síðan. Hann átti pantað plássið hjá Ófeigi og bauð mér að taka slaginn og sýna með sér. Þetta hefur ýtt vel við mér þannig að nú er ég farin að mála aftur flesta daga,“ segir Sigurdís um framtakið.

„Það er áhugavert og slungið að tefla saman svo ólíkum stílum en líka mjög skemmtilegt. Málverk Sigurdísar eru dulúðleg og falleg, oft pínu ískyggileg og það rímar vel við allt brjálæðið í þessum nýju olíumálverkum sem ég sýni núna,“ segir Ragnar Hólm.

Sýningin í Listhúsi Ófeigs verður opin á afgreiðslutíma Gullsmiðju Ófeigs á virkum dögum frá kl. 10-18 og laugardögum frá kl. 11-16. Sýningin Enn er skíma stendur til 25. mars nk.  Öll velkomin.

Nánari upplýsingar:
Ragnar Hólm, sími 867 1000
Sigurdís Gunnars, sími 866 3621

www.facebook.com/sigurdisart
www.facebook.com/ragnarholm.art/

Ófeigur gullsmiðja ehf. Skólavörðustíg 5 101 Reykjavík

551 1161

[email protected]

ofeigur.is


Opiðvirkum dögum frá kl. 10-18 og laugardögum frá kl. 11-16. Sýningin Enn er skíma stendur til 25. mars nk.


CATEGORIES



NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      ULLARSELIÐ – WOOL CENTRE

      ULLARSELIÐ – WOOL CENTRE

      Ullarselið is a store set up by individuals interested in the utilisation of wool and other natural Icelandic material. ...

      Þórður Hall

      Þórður Hall

      Þórður Hall stundaði nám við Konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi og Myndlista-og handíðaskóla Íslands. Hann var deild...
      Hádegistónleikar með Dóru Steinunni

      Dóra Steinunn Ármannsdóttir

      Dóra Steinunn Ármannsdóttir

      Þriðjudaginn 10 apríl kl.12 kemur söngkonan Dóra Steinunn Ármannsdóttir fram ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara á hádegis...

      Höfundakvöld með Monika Fagerholm

      Höfundakvöld með Monika Fagerholm

      Monika Fagerholm (fædd 1961) er einn athyglisverðasti finnsk-sænski rithöfundur samtímans. Henni hefur verið lýst sem fr...