Ragnar Þórisson

Laugardaginn 13. mars kl. 16:00 opnar Ragnar Þórisson sýningu á málverkum í Gallery Port.
Ragnar Þórisson stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 2006-2007, við Listaháskóla Íslands 2007-2010 og lauk þaðan BA-prófi í myndlist. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

Um verk sín hefur hann komist svo að orði:

Ég hef aðallega lagt stund á málverkið og hef valið þann kost að gera fígúratífar myndir. Myndefnið hjá mér er manneskjur. Mér finnst áhugavert að gera myndir af fólki, sýna karakter þess og láta sálarlíf þess gægjast fram, að minnsta kosti óljóst.

Þetta er yfirleitt unnið þannig að ég vel einhverja fyrirmynd, jafnvel úr bókum eða af Netinu. Þessa fyrirmynd nota ég til að gera frumdrög á strigann, útlínur. Síðan heldur vinnan áfram og persónan tekur smám saman breytingum, form kunna að bjagast o.s.frv. Undir lokin er persónan gjörólík upphaflegu myndinni.

Á þennan hátt getur vinnan við málverkið tekið óvænta stefnu. Ekkert er fyrirfram gefið. Maður málar út frá tilfinningu sinni, innsæi, undirvitund. Jafnvel tilviljanir spila inn í þetta. Það er þessi óvissa sem gerir listsköpun lifandi og skemmtilega. Hún er óvissuferð.

Myndir mínar eru ekki af einhverju sérstöku, eins og sagt er. Fígúrurnar sem birtast á striganum eru nafnlausar og þær virðast vera frá einhverju einskis manns landi eða á leiðinni þangað. Nefnt hefur verið að þær láti í ljós einsemd, depurð, ótta, hrörnun, hrylling.

Málverkið segir eitthvað sem ég get ekki orðað. Ég vil ekki útskýra einstakar myndir og tel ekki þörf á því. Ég vil að hver og einn geti túlkað verkin á sinn hátt. Þess vegna gef ég myndunum ekki titil.

Umsögn um verk Ragnars

Ragnar brýtur niður þekkjanlega mynd mannslíkamans þannig að afmyndunin verður eins konar afmennskun til að hægt sé að horfa handan við formið og á hryllinginn sem býr því að baki. Á einhverju stigi ferilsins hendir listamaðurinn fyrirmyndinni frá og leyfir tilviljunum að taka völdin. Hann málar, þurrkar af og málar aftur ofan í þannig að form teygjast og taka á sig óvænta lögun. Þegar formgerðin vegur salt á milli þess þekkjanlega og óþekkjanlega er afmynduninni lokið. (Jón B.K. Ransu: Hreinn hryllingur: form og formleysur í samtímalist, bls. 100).

Laugavegur 23b 101 Reykjavík

780 2222

[email protected]

facebook.com/galleryport


10.03 - 25.03.2021


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður

   Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður

   Leiðsögn: Unnar Örn sýningarstjóri Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður fer með gesti um sýninguna Teikna...

   Silvia Björgvins

   Silvia Björgvins

   Opnun Silviu V. Björgvins, Bíósal Duus Safnahúsa Listamaðurinn, , opnar „Frjósemi” sumarsýningu 2023 í Bíósal Duus Sa...

   Durgur 2018 tónlistarhátíð

   Durgur 2018 tónlistarhátíð

   Durgur, Tónlistarhátíð alþýðunnar verður haldin á Snæfellsnesi um páskana. Þar fjölbreytileikanum er fagnað, allskonar l...

   Soffía Sæmundsdóttir

   Soffía Sæmundsdóttir

   Lokadagur sýningar Soffíi Sæmundsdóttur Inn á milli í Gallerí Fold við Rauðarárstíg er laugardagurinn 11. mars. Soffí...