• Íslenska

Sýningaropnun: Prýðileg reiðtygi í Þjóðminjasafni

prýðileg reiðtygi

Laugardaginn 24. febrúar kl. 14 verður sýningin Prýðileg reiðtygi opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin stendur yfir í Bogasal á annarri hæð safnins frá 24.2 til 21.10.

Á sýningunni Prýðileg reiðtygi er úrval skreyttra söðla, söðulreiða og söðuláklæða úr safneign Þjóðminjasafns Íslands. Í tengslum við sýninguna kemur út samnefnt rit þar sem fjallað er um söðla og það handverk sem notað var til að prýða þá. Í greinum ritsins er rýnt í drifið látún þar sem birtast blómstrandi jurtir og framandi dýralíf í heillandi myndum.

Séríslensk glituð söðuláklæði eru einnig til vitnis um listfengi þeirra sem sköpuðu þessa ríkulegu arfleifð. Greinahöfundar eru Ingunn Jónsdóttir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Ritstjóri er Anna Lísa Rúnarsdóttir. Sýningarhöfundur er Lilja Árnadóttir.

reiðtygi

 

 

 

Þjóðminjasafn Íslands. Suðurgata 41 101 Reykjavík

+354 530 2200

[email protected]

www.thjodminjasafn.is


24.2-21.10 2018


  • Íslenska

CATEGORIES

NEARBY SERVICES