Myndlist í anddyrinu – Artótek Norræna hússins

Myndlist í Artótekinu

Velkomin á sýningu með myndlist úr Artóteki bókasafnsins í anddyri Norræna hússins. Sýningin stendur yfir til 23. febrúar og er aðgangur ókeypis.

Artótekið eða listlánasafnið er safn grafíkverka sem eru til útlána fyrir almenning. Þeir sem eiga bókasafnskort í bókasafni Norræna hússins geta valið sér allt að þrjú listaverk að láni í 3 mánuði í senn. Öllum er velkomið að kaupa bókasafnskort í safninu.

Í Artótekinu eru um 600 grafíkverk frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Gestir geta skoðað myndir af öllum verkunum í yfirlitsmöppum eða skoðað listaverkin í Artótekinu sjálfu í bókasafni Norræna hússins.

Saga Artóteksins nær aftur til ársins 1972. Það ár fékk Norræna húsið 200 grafíkverk að gjöf frá Norræna grafíksambandinu, sem var grunnurinn að listlánasafni, Artóteki.
Útlán hófust árið 1976. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Artotek Norræna hússins.

Myndlist í anddyrinu

Myndlist í anddyri Norræna hússins hefur það að markmiði að kynna norræna og baltneska myndlist og myndlistarmenn/konur. Til að sækja um að sýna í anddyri Norræna hússins sendið póst á [email protected]

Norræna húsið, Sæmundargötu 11 101 Reykjavík

+354 551 7030

[email protected]

nordichouse.is


16. jan. 2018 -23. feb. 2018


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Jurgita Motienjunaite sýnir Gerðubergi.

   Jurgita Motienjunaite sýnir Gerðubergi.

   Jurgita Motienjunaite sýnir fjölbreytt verk í Borgarbókasafninu Gerðubergi. Sýningatímabil:17. apríl -16. maí 2021. ...

   Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

   Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

   Arna Óttarsdóttir  Allt fínt. Verið velkomin á opnun sýningar Örnu Óttarsdóttur þann 14. Mars milli kl: 18:00-20:00 ...

   Vestnorræni dagurinn 2021

   Vestnorræni dagurinn 2021

   Vestnorræna deginum verður fagnað í Norræna húsinu í ár með fjölbreyttri dagskrá fimmtudaginn 23. september. Markmið dag...
   Listasafn Íslands

   GÆÐASTUNDIR Í LISTASAFNI ÍSLANDS 2018

   GÆÐASTUNDIR Í LISTASAFNI ÍSLANDS 2018

   Frábært tækifæri til þess að kynnast íslenskri myndlist! Gæðastundir í Listasafni Íslands eru leiðsagnir og viðburðir í...