Harpa – Astor Piazzolla fyrir tvö píanó

Harpa – Astor Piazzolla fyrir tvö píanó
30. september og 1. október

Kammermúsíkklúbburinn hefur sitt starfsár með krafti, en þessa helgi stendur klúbburinn fyrir tvennum tónleikum!

Þeir fyrri verða laugardaginn 30. september kl. 16, en þar verður í öndvegi tangótónlist Astors Piazzolla, umrituð fyrir tvö píanó, flutt af þeim Domenico Codispoti og Esteban Ocana. Síðari tónleikarnir verða sunnudaginn 1. október kl. 16, þar sem píanótríó, skipað þeim Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Domenico Codispoti, flytur píanótríó eftir Smetana og Brahms.

Efnisskrá:
Astor Piazzolla: Tangótónlist umrituð fyrir 2 píanó

Flytjendur:
Domenico Codispoti, píanó; Esteban Ocaña, píanó

Tóndæmi má sjá og heyra hér!

Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað óslitið frá árinu 1957. Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins eru haldnir í Hörpu (Norðurljósum) á sunnudögum skv. auglýstri dagskrá og hefjast kl. 16. Starfsárið 2023-24 verða haldnir 6 tónleikar.

Tónleikarnir eru í áskrift fyrir félaga Kammermúsíkklúbbsins en eru annars öllum opnir og kostar miðinn 4.400 kr. Lausa miða má kaupa við upphaf tónleika í Hörpu. Tónlistarnemar og unglingar í fylgd klúbbfélaga fá miða á 500 kr.

Til að gerast félagi, vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið [email protected]

Viðburðahaldari:
Kammermúsíkklúbburinn

RELATED LOCAL SERVICES