Guðjón Ketilsson

Guðjón Ketilsson sýnir haustið 2022

Guðjón Ketilsson sýnir haustið 2022 Myndlistarmaðurinn Guðjón Ketilsson hefur verið valin til þess að halda yfirlitssýningu á verkum sínum í Listasafni Reykjarvíkur á Kjarvalsstöðum haustið 2022. Guðjón sýnir þá verk sín í sýningarröð þar sem sjónum er beint að ferli starfandi listamanna sem þegar hafa með fullmótuðum höfundareinkennum sett svip sinn á íslenska listasögu. Fyrri listamenn í sýningarröðinni eru Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Sigurður Árni Sigurðsson, Ólöf Nordal, Haraldur Jónsson og Anna Líndal.

Guðjón Ketilsson hefur komið víða við á löngum ferli. Einkum hefur hann lagt rækt við skúlptúr en teikning leikur einnig stórt hlutverk í listsköpun hans. Áberandi í verkum hans er áherslan á handverk, enda eru verk hans kunn fyrir listfengi, hugvitsemi og alúð. Manneskjan er þar fyrir miðju, líkaminn og framlenging hans í gegnum föt og verkfæri, sem og híbýli og annað í hennar nánasta umhverfi. Þessu miðlar Guðjón með áhrifaríku samspili af nærveru og fjarveru, efniskennd og tómarúmi, yfirborði og inntaki. Þá er tungumálið veigamikill þáttur, síður út frá merkingu orðanna og fremur tengt heimi táknfræðinnar, þar sem samhengi stakra og ólíkra tákna dregur fram heildstæða merkingu.

Guðjón útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978 og fór þá í framhaldsnám við Nova Scotia College of Art and Design í Kanada þaðan sem hann lauk námi 1980.

Guðjón er fæddur árið 1956. Hann hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga, heima og erlendis, meðal annars á öllum Norðurlöndunum, Hollandi, Spáni, Bandaríkjunum, Kína og Ástralíu. Verk eftir Guðjón eru í eigu allra helstu safna landsins og víða í opinberum söfnum og einkasöfnum erlendis. Meðal opinberra listasafna sem eiga verk eftir Guðjón er Metropolitan Art Museum í New York borg. Einnig hefur hann unnið á ýmsum alþjóðlegum vinnustofum og verið valinn í fjölda samkeppna um útilistaverk. Nokkur þeirra má sjá í Reykjavík og á Seyðisfirði.

Guðjón hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2020.

Guðjón Ketilsson er sjötti listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Hvert og eitt þeirra er valið með tilliti til einstaks framlags þeirra og sérhæfingar á sínu sviði, bæði hvað viðvíkur miðlum, aðferðum og viðfangsefnum. Slík stöðutaka á sér stað í framsetningu lykilverka frá ólíkum tímum í Vestursal Kjarvalsstaða og útgáfu sýningarskrár þar sem fjallað um ferilinn í samhengi listasögunnar og samtímans.

Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson.

Related Articles

  Barbara Árnason

  Barbara Árnason

  Barbara Árnason er fædd á Englandi 1911. Hún kom fyrst til Íslands 1936, eftir að hafa lokið námi við Royal Collage of...

  Slafnesk þjóðlög

  Slafnesk þjóðlög

  Slafnesk þjóðlög – tónleikar og söngsmiðja Mánudaginn 4. október frá kl. 15:30 Mánudaginn 4. október frá kl. 15:30 mun...

  WAITING ROOM í Harbinger.

  WAITING ROOM í Harbinger.

  Laugardaginn 24. apríl á milli kl. 2 og 6 opnar sýningin WAITING ROOM í Harbinger. Sýningin stendur til 9. maí og er ...

  Sveinn Þórarinsson 1899 – 1977

  Sveinn Þórarinsson 1899 – 1977

  Sveinn Þórarinsson   29.08.1899 - 19.8. 1977 Sveinn Þórarinsson, listmálari, f. 29. ágúst 1899, d. 19. ágúst 1977, ...


Flókagata 24 105 Reykjavik

[email protected]

gudjonketilsson.com


Sýnir haustið 2022 á Kjarvalstöðum


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland