Leiðsagnir í Hafnarborg um helgina

Leiðsagnir um nýjar sýningar.
Laugardag og sunnudag 27. og 28. nóvember kl. 14.

Söngfuglar – Listamanns- og sýningarstjóraspjall
laugardaginn 27. nóvember kl. 14

Katrín Elvarsdóttir, listamaður, og Daría Sól Andrews, sýningarstjóri sýningarinnar, taka á móti gestum og segja frá sýningunni Söngfuglum, sem stendur nú yfir í Sverrissal Hafnarborgar.

Á sýningunni má sjá ný verk eftir Katrínu frá því að hún heimsótti eyna Kúbu. Þar gekk hún um götur Havana með myndavélina að vopni en hún tók sérstaklega eftir því að margir eyjarbúar halda söngfugla í búrum á heimilum sínum. Vekur þessi siður jafnvel upp spurningar um frelsi og frelsisskerðingu en saga eyjarinnar hefur til langs tíma einkennst af höftum og einangrun.
Frekari upplýsingar á www.hafnarborg.is

Lengi skal manninn reyna – Sýningarstjórsapjall
sunnudaginn 28. nóvember kl. 14

Ágústa Kristófersdóttir, sýningarstjóri og fyrrverandi forstöðumaður Hafnarborgar, tekur á móti gestum og segir frá sýningunni og lífi og list Þorvalds Þorsteinssonar á þessari yfirlitssýningu verka hans. Sýningin er í sýningarstjórn Ágústu Kristófersdóttur og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur en hún var unnin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri og eignasafn Þorvaldar Þorsteinssonar.

Á sýningunni getur að líta fjölbreytt úrval verka; skúlptúra, innsetningar, málverk og myndbandsverk og fleira sem varpa ljósi á þennan fjölhæfa listamann og það hvernig hann vann verk sín í tengslum við samfélagið.
Frekari upplýsingar á www.hafnarborg.is

Frekari upplýsingar veita:

Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, s. 862 5340,

Áslaug Íris Friðjónsdóttir, kynningarfulltrúi, s 664 5780,

Ágústa Kristófersdóttir, sýningarstjóri, s. 699 6949,
Katrín Elvarsdóttir, s. 869 7189.

Related Articles

  Reykjavik Jazz Festival

  Reykjavik Jazz Festival

  Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 9. -13. ágúst 2017. Hátíðin freistar þess að bjóða uppá það besta í íslenskri jazz...

  GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU

  GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU

  GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU Stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ í Listasafni Árnesinga í Hveragerði 14. j...

  Hlaðgerður Íris Björnsdóttir

  Hlaðgerður Íris Björnsdóttir

  Hlaðgerður Íris Björnsdóttir Ferilskrá Menntun: 1998, Myndlistadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti; 2001, Accade...


Strandgata 34 220 Hafnarfjörður

585 5790

[email protected]

hafnarborg.is


Laugardag og sunnudag 27. og 28. nóvember kl. 14:00


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland