GÆÐASTUNDIR Í LISTASAFNI ÍSLANDS 2018

Listasafn Íslands

Frábært tækifæri til þess að kynnast íslenskri myndlist!

Gæðastundir í Listasafni Íslands eru leiðsagnir og viðburðir í Listasafni Íslands. Dagskráin er ætluð eldri borgurum (60+) og er samsett af fjölbreyttum viðburðum, sérsniðnum leiðsögnum, spjalli við sérfræðinga um ákveðin listaverk, tímabil í listasögunni og valda listamenn.

Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt, bæði á fræðilegum forsendum og með óformlegum hætti, í safninu sjálfu og utan þess.

Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. 
Bakkelsið er í boði Brauðs og Co.  

Hámarksfjöldi gesta á hverjum viðburði er 25 manns. Hægt er að skrá sig á staka viðburði með því að senda póst á netfangið [email protected] eða í síma 515 9600. 

Aðeins er greitt fyrir aðgöngumiða á safnið í hvert skipti, kr. 750.

Tengiliður dagskrár: Ragnheiður Vignisdóttir 
[email protected]

Hér má finna nánari upplýsingar um viðburðina.  

DAGSKRÁ 2018

 

17. janúar kl. 14

FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR
Kynning á dagskrá, saga Listasafns Íslands og leiðsögn um sýninguna Fjársjóður þjóðar – valin verk úr safneign.Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.

20. febrúar kl. 14

KORRIRÓ OG DILLIDÓ
Leiðsögn um sýninguna Korriró og dillidó – Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi. 

21. mars kl. 14

KLESSUVERK EÐA ALVÖRU LISTAVERK?
Leiðsögn um abstraktlist á sýningunni Fjársjóður þjóðar.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi. 

25. apríl kl. 14

ORÐIN FARA Á FLUG
Andri Snær Magnason rithöfundur lyftir orðum á flug sem vakna við það að horfa á listaverk. Listaverkin veita innblástur í frásagnagerð.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.

16. maí kl. 14

KONUR Í MYNDLIST
Leiðsögn um þátttöku kvenna í íslenskri myndlist.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.

20. júní kl. 14

ALLT ER BETRA EN BERIR ÖNGLAR 
Spjall við gesti um listamenn sem tengdust gistiheimilinu Múlakoti í Fljótshlíð sem var einn vinsælasti áfangastaður landsins á fyrri hluta 20. aldar.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi. 

18. júlí kl. 14

ÚTILEIÐSÖGN 
Útileiðsögn um slóðir listamanna í nágrenni Listasafns Íslands. 
Gönguferðinni lýkur í Safni Ásgríms Jónssonar þar sem boðið verður upp á kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co.

 15. ágúst kl. 14

100 ÁRA FULLVELDISAFMÆLI ÍSLANDS 
Leiðsögn um 100 ára fullveldisafmælissýningu í Listasafni Íslands. 
Handrit, fullveldi og gersemar þjóðar.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.

 19.  september kl. 14

STUND HJÁ SIGURJÓNI
Leiðsögn um ævi og list Sigurjóns Ólafssonar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.

18. október kl. 14

SÖGUR AF VARÐVEISLU LISTAVERKA
Forvörður Listasafns Íslands spjallar við gesti um áhugaverð listaverk og varðveislu þeirra. 
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.

16. nóvember kl. 14

 HVAÐ ER SVO GLATT SEM GÓÐRA VINA FUNDUR
Dagur íslenskrar tungu. Spjall um tengsl skáldskapar og myndlistar.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.

13. desember kl. 14

JÓLIN KOMA
Litlu jólin í safninu og jólaleiðsögn.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.

Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7 101 Reykjavík

+354 515 9600

[email protected]

www.listasafn.is


Mánaðarlega árið 2018


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson – Listamannsspjall

   Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson – Listamannsspjall

   Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson: Á hafi kyrrðarinnar – listamannsspjall Sunnudaginn 13. ágúst kl. 13 mun Hildur Ásgeir...

   Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður

   Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður

   Leiðsögn: Unnar Örn sýningarstjóri Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður fer með gesti um sýninguna Teikna...

   Rune Werner Molnes

   Rune Werner Molnes

   Rune Werner Molnes (1978) - ljósmyndari, umhverfisverndarsinni og mynd...

   Anne Herzog

   Anne Herzog

   Anne Herzog, Fjall hina gleymdu drauma, mánudaginn 9. febrúar kl. 17. Anne Herzog er fædd 1984. Hún er franskur lista...