Gæðastundir í Listasafni Íslands eru leiðsagnir og viðburðir í Listasafni Íslands. Dagskráin er ætluð eldri borgurum (60+) og er samsett af fjölbreyttum viðburðum, sérsniðnum leiðsögnum, spjalli við sérfræðinga um ákveðin listaverk, tímabil í listasögunni og valda listamenn. Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt, bæði á fræðilegum forsendum og með óformlegum hætti, í safninu sjálfu og utan þess. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Hámarksfjöldi gesta á hverjum viðburði er 25 manns. Hægt er að skrá sig á staka viðburði með því að senda póst á netfangið [email protected] eða í síma 515 9600. Aðeins er greitt fyrir aðgöngumiða á safnið í hvert skipti, kr. 750. Tengiliður dagskrár: Ragnheiður Vignisdóttir Hér má finna nánari upplýsingar um viðburðina. DAGSKRÁ 2018 17. janúar kl. 14 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 20. febrúar kl. 14 KORRIRÓ OG DILLIDÓ 21. mars kl. 14 KLESSUVERK EÐA ALVÖRU LISTAVERK? 25. apríl kl. 14 ORÐIN FARA Á FLUG 16. maí kl. 14 KONUR Í MYNDLIST 20. júní kl. 14 ALLT ER BETRA EN BERIR ÖNGLAR 18. júlí kl. 14 ÚTILEIÐSÖGN 15. ágúst kl. 14 100 ÁRA FULLVELDISAFMÆLI ÍSLANDS 19. september kl. 14 STUND HJÁ SIGURJÓNI 18. október kl. 14 SÖGUR AF VARÐVEISLU LISTAVERKA 16. nóvember kl. 14 HVAÐ ER SVO GLATT SEM GÓÐRA VINA FUNDUR 13. desember kl. 14 JÓLIN KOMAFrábært tækifæri til þess að kynnast íslenskri myndlist!
Bakkelsið er í boði Brauðs og Co.
[email protected]
Kynning á dagskrá, saga Listasafns Íslands og leiðsögn um sýninguna Fjársjóður þjóðar – valin verk úr safneign.Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.
Leiðsögn um sýninguna Korriró og dillidó – Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.
Leiðsögn um abstraktlist á sýningunni Fjársjóður þjóðar.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.
Andri Snær Magnason rithöfundur lyftir orðum á flug sem vakna við það að horfa á listaverk. Listaverkin veita innblástur í frásagnagerð.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.
Leiðsögn um þátttöku kvenna í íslenskri myndlist.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.
Spjall við gesti um listamenn sem tengdust gistiheimilinu Múlakoti í Fljótshlíð sem var einn vinsælasti áfangastaður landsins á fyrri hluta 20. aldar.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.
Útileiðsögn um slóðir listamanna í nágrenni Listasafns Íslands.
Gönguferðinni lýkur í Safni Ásgríms Jónssonar þar sem boðið verður upp á kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co.
Leiðsögn um 100 ára fullveldisafmælissýningu í Listasafni Íslands.
Handrit, fullveldi og gersemar þjóðar.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.
Leiðsögn um ævi og list Sigurjóns Ólafssonar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.
Forvörður Listasafns Íslands spjallar við gesti um áhugaverð listaverk og varðveislu þeirra.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.
Dagur íslenskrar tungu. Spjall um tengsl skáldskapar og myndlistar.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.
Litlu jólin í safninu og jólaleiðsögn.
Kaffi og bakkelsi frá Brauði og Co í fallegu umhverfi.
Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7 101 Reykjavík
+354 515 9600
Mánaðarlega árið 2018