Skrímslasetrið Bíldudal

Í Skrímslasetrinu er haldið utan um skrímslasögur sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar. Sagt er frá viðureignum manna og skrímsla á nýstárlegan og spennandi hátt. Skemmtileg umgjörð sýningarinnar hefur vakið hrifningu gesta og komið skemmtilega á óvart.

 

Fjöldi skrímsla hefur sést við Íslandsstrendur í gegn um aldirnar og síðustu tvöhundruð ár hafa þau verið algengust í kring um Vestfirði. Þess vegna lá það beinast við að setja upp Skrímslasetur á Bíldudal.
Fjögur höfuðskrímsli eru þekktust og hafa þau öll sést í Arnarfirði. Þetta eru Fjörulalli, Faxi, Skeljaskrímsli og Hafmaður.

Sýningunni er ætlað að hafa hvorutveggja skemmtana- og fræðslugildi og er sögunum gerð góð skil á spennandi og nýstárlegan hátt. Á margmiðlunarborði, sem er ný íslensk hönnun, er hægt að ferðast um allan Arnarfjörð á landakorti og skoða myndskreyttar skrímslasögur sem birtast þegar farið er um söguslóðir.

Borðið á engan sinn líka á landinu og var tilnefnt til Markaðsverðlauna ÍMARK 2010. Um myndvinnslu og myndskreytingar í borðinu  sá Magnús B. Óskarsson. Á skjám eru viðtöl við sjónarvotta og fræðsla um skrímsli og skrímslatrú Íslendinga. Það efni er byggt á heimildarmynd Kára G. Schram um skrímsli á Íslandi

 

Opnunartímar:
15. maí – 15. september frá kl. 10:00-18:00
Verð:
1250 kr.
Ókeypis fyrir börn (0­-10 ára)

 

Strandgata 7 465 Bíldudalur

456-6666, 894-81684

[email protected]

www.skrimsli.is


15. maí - 15. september frá 10:00-18:00


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Hafnarborg, Institute of Culture and Fine Art

      Hafnarborg, Institute of Culture and Fine Art

      Hafnarborg – The Hafnarfjörður Centre of Culture and Fine Art was established in 1983. The museum has two exhibition gal...

      Vogabyggð

      Vogabyggð

      Pálmatré eftir Karin Sander sigurtillagan í Vogabyggð Pálmatré, tillaga þýska listamannsins Karin Sander, bar sigur úr ...

      Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna

      Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna

      Á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna er áhersla lögð á líf og störf fólks og síðari hluta 19. aldar og byrjun þeirr...

      Hof Cultural and Conference Center

      Hof Cultural and Conference Center

       In the spring of 2014 the representatives of the Akureyri Theatre Company (Leikfélag Akureyrar), the North Iceland Symp...