Tækniminjasafn Austurland

Tækniminjasafn Austurlands fjallar um sögu Íslands með áherslu á tæknivæðingu landsins frá um 1880 til dagsins í dag.  Sýndir eru m.a. munir, minjar, hús, myndir og verkferlar.  Vegna sérhæfingar okkar sem minjasafns er fjallar um nútímavæðingu þjóðarinnar er mikið um óvenjulegar vélar og búnað og aðrar menningarminjar sem ekki eru til sýnis í mörgum öðrum söfnum landsins.   Tækniminjasafnið sýnir hvernig tæknibreytingar á fjölmörgum sviðum, t.d. véltækni, rafmagn, fjarskipti, samgöngur og byggingalist eru samofnar breytingum á lifnaðarháttum og umhverfi. Safnið er einnig byggðasafn Seyðfirðinga.  Haldin eru námskeið og sýningar auk þess sem við stundum rannsóknir og kennslu og tökum þátt í margvíslegu menningarstarfi og samstafsverkefnum.  Sýningar eru lifandi og leitast við að endurvekja andrúm tímans sem fjallað er um. Safnasvæðið er jafnframt tilvalið útisvistarsvæði fyrir gönguferðir og samveru.  Lítil verslun er á safninu þar sem hægt er að fá bækur, sælgæti og minjagripi.

Hafnargata 38-44 710 Seyðisfjörður

472 1696

[email protected]

tekmus.is



CATEGORIES

iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Breiðdalssetur

      Breiðdalssetur

      Sýning Í húsnæði setursins er sýning um jarðfræði Íslands og birtingarmyndir hennar á Austurlandi. Einnig getur þar að ...
      Reykjavik Museum of Photography - Iceland

      Ljósmyndasafn Reykjavíkur

      Ljósmyndasafn Reykjavíkur

      Markmið Ljósmyndasafns Reykjavíkur er að rannsaka, kynna og halda sýningar á mismunandi þáttum ljósmyndunar, svo sem lis...

      Ravens and other wise creatures

      Ravens and other wise creatures

      There is a vernissage at KIMIK's annual exhibition on 1 April at 15 at Nuuk Art Museum. KIMIK's exhibitions are chara...

      KVIKAN – House of Culture and Natural Resources

      KVIKAN – House of Culture and Natural Resources

      In order to enjoy a couple of visits to the Blue Lagoon it makes a lot of  sense to stay overnight in the nearby fishing...