Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar er elsta starfandi vélsmiðja landsins. Smiðjan sem er nánast í upprunalegu formi ber nafn Guðmundar J. Sigurðssonar sem stofnaði smiðjuna ásamt Gramsverslun eftir að hann kom heim frá vélsmíðanámi í Danmörku. Gramsverslun styrkti hann til náms með því fororði að hann ynni hjá þeim í einhvern tíma eftir að hann lyki námi. Vélsmiðjan varð fljótt þekkt fyrir vandaða og góða þjónustu. Á stríðsárunum þegar erfitt var að útvega varahluti voru steyptir þar varahlutir af öllum stærðum og gerðum, í erlend sem innlend skip. Einnig var smiðjan skóli í málmiðnum og þar var eftirsóknarvert að læra sökum þess hve fjölbreyttur smiðjureksturinn var. Þar lærðu menn  logsuðu, rafsuðu, rennismíði, járnsmíði í eldsmiðju, málmsteypu og flest annað sem gert er í smiðju.

Smiðjan var rekin allt til ársins 1995, en þar er enn unnið eftir atvikum við allskyns vélsmíðavinnu og málmsteypu.

Byggðasafn Vestfjarða fékk smiðjuna afhenta til varðveislu í byrjun árs 2014. Hún er opin virka daga frá kl. 9-17 15. maí – 31. ágúst.

Hafnarstræti 10 470 Þingeyri

+354 456 3291

[email protected]

nedsti.is


15. maí ö 30. sept. 30 9:00-17:00


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      The Arctic Fox Center

      The Arctic Fox Center

      The Arctic Fox Centre is a non-profit research and exhibition center, focusing on the arctic fox (Vulpes lagopus) - the ...
      Árbær Open Air Museum - Reykjavik

      Árbæjarsafn

      Árbæjarsafn

      Árbæjarsafn er yndislegt, lifandi útisafn í Reykjavík þar sem hægt er að ganga um og skoða hús frá gamalli tíð að innan ...

      Þórbergssetur

      Þórbergssetur

      The Þórbergur Centre was established in memory of the famous Icelandic writer Þórbergur Þórðarsson (1888 – 1974), who wa...

      Tækniminjasafn Austurland

      Tækniminjasafn Austurland

      Tækniminjasafn Austurlands fjallar um sögu Íslands með áherslu á tæknivæðingu landsins frá um 1880 til dagsins í dag.  S...