Listamaðurinn ­Viktor Weisshappel hefur nú opnað sýninguna Í blóma í Gallery Porti við Laugaveg. Viktor útskrifaðist út grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands árið 2015.

„Verkefni mín hafa náð til ýmissa sviða innan hönnunar og lista, frá prenti til málverka og frá grasrótar- til stærri skala hönnunarverkefna. Ég hef verið starfandi sem grafískur hönnuður frá útskrift og bæði unnið hér heima og í Stokkhólmi. Í dag rek ég hönnunarstofuna Ulysses með honum Alberti Muñoz þar sem við sjáum um að skapa ímynd og ásýnd fyrir fyrirtæki. Síðan held ég einnig úti prentsölusíðunni Postprent.‌is með honum Þórði Hans Baldurssyni, þar sem við seljum prent eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og myndlistarmenn,“ segir Viktor. Sjá meira hér