Apotek Atelier

Hönnuðirnir Ýr Þrastardóttir, Halldóra Sif Guðlaugsdsdóttir og Sævar Markús Óskarsson opnuðu vinnustofuna og verslunina Apotek Atelier 20. nóvember síðastliðin að Laugavegi 16.

Verslunin ber nafni Apotek Atelier og er staðsett í fyrrum húsnæði Laugavegsapóteks. Auk þess að vera vinnustofa hönnuðana þá selja þau eigin merki í versluninni.

Halldóra hannar undir vörumerkinu Sif Benedicta en hún hefur fyrst og fresmt séhæft sig í fylgihlutum og vinnur vandaðar töskur úr plexigleri ásamt því að hanna slæður, kjóla og skartgripi.

Sævar Markús hannar undir eigin nafni en sérstaða hans eru mynstur sem hann hefur verið að vinna út frá fornum listaverkum og symbolisma. Hugmyndaauðgi hans endurspeglast svo í mjög svo klassískum sniðum á skyrtum, kjólum og klútum.

Ýr hannar undir merkinu Another Creation og er hún helst þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í sníðagerð og vinnur hún mikið jakka og kápur í bútasaum með leður, silki og ull.

RELATED LOCAL SERVICES