Rauður þráður: Málþing um list Hildar Hákonardóttur

Rauður þráður: Málþing um list Hildar Hákonardóttur á Kjarvalsstöðum laugardaginn 21. janúar. kl. 13.00

Málþing í tengslum við yfirlitssýninguna Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður verður haldið á Kjarvalsstöðum laugardaginn 21. janúar kl. 13.00 – 16.00.

Sýningin Rauður þráður var opnuð laugardaginn 14. janúar sl. að viðstöddu fjölmenni og mjög góður rómur gerður að sýningunni.

Skráning á málþingið er nauðsynleg og fer fram HÉR

Listakonan Hildur Hákonardóttir hefur á löngum starfsferli sínum tekið á málefnum samtíma síns og kynjapólitík og nýtt til þess fjölbreytta miðla, þó mest vefnað. Sýningin Rauður þráður veitir innsýn í feril Hildar og starfsaðferðir hennar í gegnum tíðina sem eru samofnar þeim málefnum sem eru efst á baugi í samtíma okkar, einkum umhverfis- og jafnréttismál. Í tilefni sýningar á verkum Hildar Hákonardóttur, Rauður þráður, og samhliða útgáfu er efnt til málþings um listakonuna og feril hennar.

Málþingið fer fram í fundarsal Kjarvalsstaða. Lykilerindi heldur Sigrún Inga Hrólfsdóttir, myndlistarmaður, sem er sýningarstjóri sýningarinnar og höfundur fræðigreinar um Hildi í sýningarskrá.  Þá taka einnig til máls Æsa Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri og dósent í listfræði við HÍ, Unnar Örn Auðarson, myndlistarmaður, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, sérfræðingur á sviði textíls og vefnaðar, sem og Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, grafískur hönnuður.

Listasafn Reykjavíkur hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs árið 2021 til þess að rannsaka hlut kvenna í íslenskri myndlist í samstarfi við námsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Rauður þráður er fyrsta af þremur verkefnum sem er afrakstur hinnar tímabundnu rannsóknarstöðu við safnið.

Málþingið fer fram á íslensku. Aðgöngumiði á safnið gildir til þátttöku. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

RELATED LOCAL SERVICES