Soffía Sæmundsdóttir

Lokadagur sýningar Soffíi Sæmundsdóttur Inn á milli í Gallerí Fold við Rauðarárstíg er laugardagurinn 11. mars.

Soffía Sæmundsdóttir(1965) á að baki langan og farsælan myndlistarferil og hefur verið virk í íslensku myndlistarlífi um árabil. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Soffía hefur sýnt reglulega í Gallerí Fold frá árinu 1995 og er sýningin Inn á milli tíunda einkasýning Soffíu hjá okkur í Gallerí Fold.

 

„Þegar manneskja er máluð inn í landslag öðlast það sögu og merkingu. Tilfinningar og tengsl myndast og tíminn fer að skipta máli. Þegar landslagið er ekki í aðalhlutverki í verkunum verður manneskjan svolítið berskjölduð, eins og hún þurfi að taka á öllu sínu til að vera til. Þykk lög af málningu og dökkir litir hjálpa svolítið til og þunn lög borin á með stórum penslum mynda eins konar hulu eða fjarlægð. En hvað bærist innra með henni?“ spyr listakonan.

Um sýninguna segir Soffía. „Ég lagði upp með að gera verk sem væru á einhvern hátt létt og með frískandi litum og málarastuði. Ekki svo mikið um ferðalag manneskjunnar, heldur meira um það hvernig litir skila sér á striga eða plötu og tjá tilfinningar. Líklega hlaupa tilfinningar með okkur í gönur og litir hafa tilhneigingu til að taka völdin. Eða kannski eru það þeir tímar sem við lifum nú um stundir sem grípa fram fyrir hendurnar á mér.“

 

Verk Soffíu hafa verið sýnd víða, m.a. í Evrópu og Norður-Ameríku. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir list sína, þar á meðal Starfslaun listamanna, ferða- og dvalarsjóð Muggs, Jay De Fao verðlaunin (2003) og Joan Mitchell Painting and sculpture award (2004) kennd við samnefndar stofnanir. Hún var verðlaunahafi í Winsor og Newton alþjóðlegri málverkasamkeppni 2000 og bæjarlistamaður Garðabæjar 2014. Verk hennar eru í eigu fjölmargra opinberra aðila og stofnana. Hún er félagi í SÍM og félaginu Íslensk grafík og var m.a. formaður þess 2011-2015 og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum þess.

Opið er í Gallerí Fold á Rauðarárstíg mán-fös 10 – 18 og laugardaga 10 – 16.

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles