Hátíð á Árbæjarsafni

Hátíð á Árbæjarsafni
1. desember kl. 18:00 – 22:00

Í tilefni fullveldisdagsins þann 1. desember efna Árbæjarsafn, Danshópurinn Sporið, Félag harmóníkuunnenda í Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Kvæðamannafélagið Iðunn og Þjóðdansafélag Reykjavíkur til fögnuðar á Árbæjarsafni. Frítt inn og öll velkomin!

Gestum gefst færi á að kynnast gömlu dönsunum, handverki, harmóníkum, kveðskap, þjóðbúningum, þjóðdönsum, þjóðlögum og þeim menningararfi sem iðkaður er af félögunum sem að viðburðinum koma auk þess að kynnast starfi félaganna. Á viðburðinum verða skemmtileg örnámskeið og kynningar þar sem hægt verður að læra grunnsporin í þjóðdönsum, kvæðalög og fleira.

Í tilefni dagsins hvetjum við gesti til að mæta á þjóðbúning, en hægt verður að fá ráðgjöf varðandi búninganotkun og hvernig koma megi eldri búningum í notkun.

Dagskrá:
Safnhús Lækjargata 4 – stærri salur:
Heimilisiðnaðarfélag Íslands
18:00-20:00 Kynning á íslenska þjóðbúningnum og handverki.
Safnhús Lækjargata 4 – minni salur
Kvæðamannafélagið Iðunn
18:00-Kvæðalagaæfing
18:30 – Söngvaka
19:00 – Kvæðalagaæfing
19:30 – Söngvaka
Safnhús: Landakot
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
18:00 – Söngdansar
18:25 – Norrænir dansar
18:50 – Sagnadansar
19:15 – Hefðardansar
19:40 – Gömlu dansarnir
20:00 – Kvöldvaka

Sameiginleg dagskrá FHUR, HFÍ, Iðunnar, Sporsins og ÞR.

Verið öll hjartanlega velkomin. Aðgangur er ókeypis.

RELATED LOCAL SERVICES