Dieter Roth

Dieter Roth

i8 opnar sýningu á verkum svissnesk-þýska listamannsins Dieter Roth (1930-1998). Sýningin opnar 9. Desember og mun standa yfir til 29. Janúar 2022. Sýnd verða verk unnin á pappír og skúlptúrar auk verka sem unnin eru með blandaðri tækni sem Dieter vann á þeim árum sem hann var búsettur hér á landi.

Dieter Roth vann á ferli sínum umfangsmikið samsafn bókverka, teikninga, málverka, höggmynda, innsetninga og vídeóverka, auk þess sem hann skrifaði og gaf út bækur, samdi ljóð og tónlist. Gífurleg fjölbreytni í viðfangi hans og tækni er til marks um margbreytileika listsköpunar hans. Dieter var þekktur fyrir að notast við óhefðbundin efni sem hefðu í sér þann eiginleika að skemmast eða grotna niður líkt og súkkulaði, ávexti og saur og var það liður í rannsókn hans hvar mörk hefðbundinnar listrænnar tjáningar og birtingarmynda lægju.

Á sýningunni í i8 má finna skúlptúra og fjölfeldi en sérstök áhersla er á að sýna einstök verk á pappír eftir listamanninnn. Sýningin nær yfir verk sem unnin voru í teikningu, málverk og blandaða tækni á pappír á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Flest eru verkin fígúratíf, gædd ríkri tjáningu, en í teikningunum má greina áhrif konstrúktisma, geómetrískar abstraksjónar og súrrealisma. Verk Dieters á pappír auk bókverka hans, skúlptúra og annarra miðla sækja oft í sjálfsævisöguleg atriði og sýna með glöggum hætti hvernig líf og list Dieter Roth voru fullkomlega samþætt.

Dieter Roth fæddist í Hannover í Þýskalandi árið 1930 en fluttist til Sviss árið 1943 á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Árið 1957 fluttist Dieter til Íslands og var hér kvæntur. Hann telst til einna áhrifamestu listamanna í Evrópu á árunum eftir stríð og hafði gríðarleg áhrif á íslensku listasenuna. Hann var gæddur flökkueðli og vann í ótal borgum á ævinni en var langdvölum í Reykjavík og í Basel í Sviss, þar sem hann lést árið 1998. Verk Dieter Roth má finna í helstu söfnum heims svo sem Tate í London, The Museum of Modern Art í New York og Centre Pompidou í París.

Frekari upplýsingar veitir Þorlákur Einarsson í síma 551 3666 eða [email protected]

Tryggvagata 16 101 Reykjavik

+354 551 3666

[email protected]

i8.is


DECEMBER 20921 - 29 JANUARY 2022


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Guðjón Ketilsson með leiðsögn á Kjarvalsstöðum

      Guðjón Ketilsson með leiðsögn á Kjarvalsstöðum

      Kjarvalsstaðir, sunnudag  27. nóvember  kl. 14:00 Leiðsögn listamanns um sýninguna Guðjón ...

      Jónína Ninný Magnúsdóttir

      Jónína Ninný Magnúsdóttir

      Ninný Magnúsdóttir er myndlistamaður sem einbeitir sér aðallega að vatnslitamyndum og olíumálverkum með blandaðri tæ...

      Hörður Haraldsson 1929 – 2010

      Hörður Haraldsson 1929 – 2010

      Hörður Haraldsson, kennari og listmálari. Fæddur í Vestmannaeyjum 1929 Hörður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í...

      Kristinn Pétursson (1896-1981)

      Kristinn Pétursson (1896-1981)

      Glaumbær í Skagafirði 1931.Kristinn Pétursson (1896-1981)  Kristinn Pétursson var listamaður sem á sínum tíma naut ta...