Gegnumtrekkur – Kristín Morthens

Við bjóðum ykkur velkomin á opnun einkasýningar Kristínar Morthens, Gegnumtrekkur.

Í verkum sýningarinnar kannar Kristín frásagnarhefð, tímaleysi, þversagnir og áhættur. Það gerir hún í gegnum málverk sem sýna vistkerfi lífrænna forma með hvassar klær í óræðum rýmum og landslagi. Formin ýmist sökkva/fljóta, teygjast, togast á og potast annað hvort í samtali við sjálft sig eða gagnvart hvort öðru. Titill sýningarinnar er myndlíking á ferðalagi úr einum heimi yfir í annan. Gegnumtrekkur er afleiðing náttúruafla sem er hversdagsleg uppákoma í dagsdaglegu lífi. Kristín tekur því eitthvað svo algengt og hugsanlega saklaust úr eðlisfræðinni, en þenur það yfir í flóknara fyrirbrigði svo sem víddarflakk eða ferðalag milli veruleika. Í texta unnum útfrá málverkunum skrifa hún‚ „Ég opna tvo glugga á húsi. Barátta vindkviða við ójafnan loftþrýsting gerir það að verkum að ég sogast út um litla opið á fyrri glugganum sem var opnaður“. Í framhaldi af þessu augnabliki ferðast sögumaður inn í einhverskonar Frum-veruleika sem kjarnaður er í frásögn verkanna.

Kristín Morthens útskrifaðist með BFA í málverki úr OCAD University, Torontó, Kanada árið 2018 þar sem hún hlaut heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi árangur í málverki. Hún var einnig skiptinemi við The School of the Art Institute of Chicago árið 2016. Kristín er með vinnustofu í Reykjavík og Torontó. Í verkum hennar eru frásagnir af nánd, aðskilnaði og mörkum túlkaðar útfrá líkamlegum formum innan óræðra rýma, sem virðast ekki tilheyra þessum heimi. Hún hefur sýnt í Montreal, Los Angeles, Torontó, Stuttgart, Reykjavík, Kaupmannahöfn og tekið flátt í listviðburðum eins og Art Miami, Art Toronto, Foire Papier, Stuttgart Art Walk og Art With Heart í Art Gallery of Ontario. Einnig hefur hún haldið fyrirlestra um verk sín í Univeristy of Toronto og OCAD University. Nýlegar einkasýningar hennar eru Það sem fer í hring í Gallerý Port, Armar í GK Reykjavík, Introducing Kristín Morthens í Christopher Cutts og I Followed a Spiral, it Felt like a Ring í Angell Gallery. Gegnumtrekkur verður fyrsta einkasýning Kristínar í Þulu.

Þula er listgallerí sem sýnir og selur verk eftir samtímalistamenn. Staðsett á Hjartatorgi, gengið inn frá Laugavegi.

Thula is an art gallery that exhibits and sells work by contemporary Icelandic artists.
Sjá videó hér
Thula is an art gallery that exhibits and sells work by contemporary Icelandic artists.

iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Í túninu heima 2023

   Í túninu heima 2023

   Bæjarhátíðin Í túninu heima verður haldin helgina 24.-27. ágúst. Fjöl­breytt­ir menn­ing­ar­við­burð­ir eru í boði, tón...

   Þórður Hall

   Þórður Hall

   Þórður Hall stundaði nám við Konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi og Myndlista-og handíðaskóla Íslands. Hann var deild...
   Gerðarsafn - Kópavogur Art Gallery

   Gerðarsafn

   Gerðarsafn

   Gerðarsafn leggur áherslu á íslenska nútíma- og samtímalist. Safnið var byggt utan um verk Gerðar Helgadóttur, brautryðj...

   Harpa – Astor Piazzolla fyrir tvö píanó

   Harpa – Astor Piazzolla fyrir tvö píanó

   Harpa - Astor Piazzolla fyrir tvö píanó 30. september og 1. október Kammermúsíkklúbburinn hefur sitt starfsár me...